Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Engin samkeppni hjá hjónunum

Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sigursælir sjóræningjar

MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Los Angeles um helgina. Eins og venjan er vantaði ekki stórstjörnurnar á hátíðina. Johnny Depp, Cameron Diaz, Victoria Beckham og Paris Hilton voru á meðal gesta.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Roth kastaði upp yfir Alien

Íslandsvinurinn Eli Roth ákvað að gerast kvikmyndagerðarmaður eftir að hafa farið með foreldrum sínum að sjá hryllingsmyndina Alien, þá sjö ára gamall. Roth kastaði upp yfir hryllingnum sem hann varð vitni að en ákvað um leið að hann vildi starfa við að láta aðra upplifa viðlíka hrylling.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gosling yfirgefur Dag Kára

„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,” segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Árviss eins og krían

Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dagur vonar stendur uppúr

Dagur vonar, Killer Joe, Leg, Mr. Skallagrímsson og Ófagra veröld eru tilnefndar sem bestu sýningar leikársins 2007. Athygli vekur að Benedikt Erlingsson leikstýrir tveimur sýninganna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Latibær á ferð og flugi

Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heiðursmaður kveður

Paul Newman tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri hættur að leika. Þar með er einum merkasta kafla í sögu Hollywood lokið. Newman hafði gefið það út fyrir um ári síðan að hann hygðist hætta afskiptum af kvikmyndaleik þegar hann næði 82 ára aldri. Hinn 25. maí rann sú stund upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sannur sigurvegari

Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimsendir í nánd

Kvikmyndin 28 weeks later var frumsýnd í Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri í gær en hún er sjálfstætt framhald hryllingsmyndarinnar 28 Days Later. Með aðalhlutverkið fara þau Robert Carlyle og Catherine McCormack en leikstjóri er hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frumsýning í Japan

Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bíða íslenska afmælisins

Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Barbarella snýr aftur á næsta ári

Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baksviðs í Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Algjör alþýðuskemmtun

Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Afturelding verður kvikmynduð

Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikur í nýjum SATC

Brooke Shields fer með eitt aðalhlutverka í nýjum þáttum sem heita Lipstick Jungle. Þættirnir eru byggðir á bók eftir Candace Bushnell, sem flestir kannast við sem höfund Sex and the City. NBC tekur Lipstick Jungle til sýninga í janúar 2008, en aðdáendur Sex and the City hafa þegar útnefnt þáttaröðina sem arftaka hennar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes

„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Zodiac - fjórar stjörnur

Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mótleikur úr Efstaleitinu

Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Neyðarlegt upphlaup Skjás eins

Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarps­stöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cannes-hátíðin hafin í sextugasta sinn

Í gær hófst kvikmynda­hátíðin í Cannes, sem óhætt er að segja að sé ein virtasta kvikmyndahátíð heims, ef ekki sú virtasta. Hátíðin í ár er sú sextugasta sem haldin er í strandbænum sólríka. Því er ekki úr vegi að seilast í verkfærakistu kvikmyndagerðarmannanna og nýta sér endurlitið til að líta yfir farinn veg.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dulkóðaður raðmorðingi

Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fleiri sjóræningjamyndir á dagskrá

Jerry Bruckheimer hefur ekki útilokað að kvikmyndahúsagestir fái meira af sjóræningjunum á Karíbahafinu. Þriðja myndin um Jack Sparrow og félaga verður frumsýnd í lok þessa mánaðar en þær hafa allar rakað inn peningum. Bruckheimer segir að þrátt fyrir að næsta mynd verði lokakaflinn um ævintýri Sparrows útilokar hann ekki að búnar verði til svokallaðar „spin-off“ myndir um aðrar persónur myndarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rómantísk Vegas-mynd

Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.

Bíó og sjónvarp