Ungt fólk á listabraut Borgarleikhúsið fékk góða gesti í liðnum mánuði en þá voru dyr hússins opnaðar ungu fólki sem vildi kynna sér leikhúsmiðilinn. Forsvarsmenn leikhússins hvetja þannig til þess að ungt fólk kynnist ekki aðeins skemmtuninni heldur læri einnig að þekkja leikhúsið sem farartæki fyrir skoðanir, tilfinningar og baráttumál. Bíó og sjónvarp 7. mars 2007 06:00
Skikkja Obi-Wan til sölu Skikkjan sem leikarinn Sir Alec Guinness klæddist í hlutverki Obi-Wan Kenobi í fyrstu Star Wars myndinni fyrir þrjátíu árum verður boðin upp af uppboðshúsinu Bonhams í London á næstu dögum. Bíó og sjónvarp 6. mars 2007 07:40
Myndin er í réttum farvegi „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Bíó og sjónvarp 5. mars 2007 09:00
Ímyndir Íslands á tjaldinu Kviksaga og kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sameina kraftana í kvöld og skipuleggja dagskrá í Tjarnarbíói. Þar má fræðast um ímyndir Íslands á hvíta tjaldinu. Bíó og sjónvarp 5. mars 2007 08:45
Íslandsvinurinn Jude Law heiðraður Breski leikarinn Jude Law sem dvaldist hér á landi fyrir skömmu hefur hlotnast ein stærstu menningarverðlaun Frakka. Var það sendiherra Frakklands í Englandi, Gerard Errera, sem veitti Jude ,,Chevalier des Arts et des Lettres medal” verðlaunin. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 15:00
Kraftmikill Grettir Upptökum er að ljúka á tónlist við söngleikinn Grettir sem verður frumsýndur þann 30. mars. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri hljómsveitarinnar sem hefur staðið í ströngu við upptökunar. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 12:00
Halle Berry í Tulia Halle Berry mun fara með aðalhlutverkið í dramamyndinni Tulia. Hefjast tökur á henni þann 1. maí í Louisiana. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tulia í Texas árið 1999 þegar 46 þeldökkir menn voru handteknir vegna gruns um að hafa í fórum sínum eiturlyf. Voru þeir ranglega ásakaðir af spilltri löggu í málinu þrátt fyrir að engar sannanir hafi fundist fyrir sekt þeirra. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 11:00
Frábærar viðtökur á Pétri Gaut „Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Bíó og sjónvarp 2. mars 2007 09:15
Ben Stiller spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise Leikarinn skemmtilegi Ben Stiller kveðst vera spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise í kvikmynd sem áætlað er að fara í framleiðslu með á næsta ári. Kvikmyndin mun verða byggð á bókunum um The Hardy Boys og bera heitið Hardy Men. Hún fjallar um bræðurna Frank og Joe Hardy á fullorðinsárum sínum þar sem þeir reyna að leysa ráðgátur. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2007 18:00
Basic Instinct 2 versta kvikmyndin The Golden Raspberry Awards eru verðlaun sem árlega velja verstu Hollywood kvikmyndirnar. Fara verðlaunin fram á sama tíma og Óskarsverðlaunin eru afhent. Hreppti kvikmyndin Basic Instinct 2 aðalverðlaunin að þessu sinni. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2007 16:00
Helstu vinningshafar Óskarsverðlaunanna Óskarsverðlaunin voru afhent í 79. sinn í gærkvöldi og var verðlaunaafhendingin glæsileg að vanda. Ellen DeGeneres var kynnir hátíðarinnar í ár og þótti standa sig afar vel en þetta var í fyrsta sinn sem hún kynnir hátíðina. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 16:55
Líf og fjör í Kattholti Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga með öllum sínum skammarstrikum. Að sjálfsögðu fylgir öll fjölskyldan úr Kattholti honum og þau taka líka á móti gestum. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 14:00
Ástin og gleymskan Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 09:45
Hannibal Rising - ein stjarna Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Bíó og sjónvarp 26. febrúar 2007 08:45
Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2007 08:30
Þrívíddarbíó á Íslandi Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er rá'ðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 14:23
Angelina Jolie kynþokkafyllst Angelina Jolie var kosin kynþokkafyllsta persóna allra tíma í netkönnun sem spannaði 100 mestu kynbombur sögunnar. Fast á hæla hennar var Elvis Presley, þá Brad Pitt en Marilyn Monroe og Beyonce Knowles voru í fjórða og fimmta sæti. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 13:48
Önnur útgáfa af Payback Væntanleg er endurútgáfa á Payback með Mel Gibson á DVD mynddiski. Myndin var frumsýnd árið 1999 en tökur hennar gengu ekki áfallalaust þar sem leikstjóri myndarinnar, Brian Helgeland, þótti skila af sér slakri mynd að mati framleiðenda. Ráðist var í endurtökur sem skiluðu af sér allt annarri mynd en þeirri sem leikstjórinn ætlaði. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 10:59
Tyra og Paris rasa út í Reykjavík Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2007 09:30
Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 15:40
Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 09:30
Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 07:15
Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 07:00
Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 06:15
Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2007 00:01
Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 22:15
Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 10:00
Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2007 08:45
Dagur vonar – Leikhússpjall Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2007 00:00
Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer „Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Bíó og sjónvarp 16. febrúar 2007 08:45