Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum

Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Michael Myers kemur í kvöld!

Hrekkjavökumorðinginn Michael Myers hefur stungið slægt og flakað barnfóstrur, vandræðaunglinga og í raun bara hvern sem er þegar hann bregður undir sig betri fætinum sem gerist einmitt einna helst að kvöldi á hrekkjavökunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ert' ekki að djóka?

Jókerinn hefur gert íbúum Gotham lífið leitt í tæp 80 ár. Hann varð að algerum brandara um skeið í myndasögum og hefur mátt þola meðferð ólíkra leikara. Því má lengi deila um hver sé besti og versti Jókerinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Norræn kvikmyndaveisla

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu myndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 15. til 20. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum

Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Grátbroslegar helgar

Fyrstu tveir þættir Pabbahelga voru forsýndir fyrir fullum sal í Bíó Paradís í vikunni en sýningar á þeim hefjast á RÚV á sunnudaginn.

Bíó og sjónvarp