Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. Innlent 3. febrúar 2018 07:00
Dómsmálaráðherra boðar blaðamenn á fund sinn Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. Innlent 2. febrúar 2018 08:54
Skilorðsbundinn dómur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi Þótti hafa sýnt iðrun en úthúðaði konunnni í athugasemdakerfum vefmiðla og í skilaboðum til vina hennar. Innlent 1. febrúar 2018 22:00
Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. Viðskipti innlent 1. febrúar 2018 15:51
Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Innlent 31. janúar 2018 16:38
Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Viðskipti innlent 31. janúar 2018 11:15
Skilorðsbundin fangelsisvist fyrir fjárdrátt úr starfsmannafélagi Konan játaði sekt við aðalmeðferð málsins en hún var dæmd til að greiða starfsmannafélagi VHE á Austurlandi skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna. Innlent 29. janúar 2018 16:44
Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. Innlent 26. janúar 2018 18:14
Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Innlent 25. janúar 2018 21:11
Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. Innlent 25. janúar 2018 16:51
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. Innlent 25. janúar 2018 16:45
3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Dóttirin taldi sig hafa gert sömu mistök og pabbi sinn með því að snerta kynfæri hans. Innlent 24. janúar 2018 15:42
Bein útsending: Jakob Möller fjallar um vald ráðherra við skipun dómara Bein útsending frá hádegisfundi lagadeildar HR þar sem fjallað verður um sjálfstæði dómstóla og vald ráðherra til að skipa dómara. Innlent 24. janúar 2018 11:30
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 23. janúar 2018 18:47
Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Innlent 23. janúar 2018 17:30
Fimm ára fangelsi: Játaði að hafa pressað MDMA í töflur en ekki væri um fíkniefnaframleiðslu að ræða Gunnar Már Óttarsson flutti fíkniefnin til landsins í hvítum leðursófa. Innlent 19. janúar 2018 13:05
Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ Innlent 18. janúar 2018 17:41
Markaðsmisnotkun í Glitni: Orðalag bankamanna beri ekki að skilja of bókstaflega Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmistnokunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Viðskipti innlent 18. janúar 2018 15:00
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur. Innlent 18. janúar 2018 13:21
Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Fulltrúi Samgöngustofu segir að mál þeirra borði hafi tvöfaldast á milli ára. Aukning í flugum spilar þar stóran þátt en einnig aukin meðvitund neytenda. Viðskipti innlent 16. janúar 2018 16:45
Hagtak krefst 174 milljóna vegna borhola í sjó neðan Klepps Vertakafyrirtækið Hagtak hefur stefnt Faxaflóahöfnum til greiðslu 173,6 milljóna króna. Innlent 16. janúar 2018 08:00
Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Innlent 15. janúar 2018 19:15
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. Viðskipti innlent 15. janúar 2018 17:39
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Írskum dögum á Akranesi Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt þrítugan karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Innlent 15. janúar 2018 15:59
Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. Innlent 14. janúar 2018 17:03
Titlarnir teknir af lögmönnum Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. Innlent 13. janúar 2018 07:00
Átján mánaða dómur fyrir nauðgun sem leiddi til sjálfsvigstilraunar Var manninum gefið að sök að hafa í herbergi í partýi haft önnur kynferðismök en samræði við skólasystur sína með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar Innlent 12. janúar 2018 23:15
Stakk lögreglumann með sprautunál og braust grímuklædd inn í gám Kona á þrítugsaldri var undir lok síðasta árs í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnabrot og tilraun til þjófnaðar. Hún var sýknuð af ákæru um þriðju árásina. Innlent 12. janúar 2018 08:00
Banaslysið í Jökulsárlóni: Hættulegar starfsaðstæður virtar skipstjóranum til mildunar refsingar Skipstjóranum sem dæmdur var í tveggja mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Austurlands í gær voru búnar hættulegar starfsaðstæður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sem hann starfaði hjá Innlent 11. janúar 2018 19:00
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. Innlent 11. janúar 2018 11:20