Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum

Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum

Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest

Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf

Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé.

Innlent
Fréttamynd

Titlarnir teknir af lögmönnum

Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi.

Innlent