Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dvaldi í Leifs­stöð í tvær vikur

Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi.

Innlent
Fréttamynd

Mats­maður leggur mat á 167 milljóna króna þóknun Sveins Andra

Landsréttur féllst nýverið á beiðni þriggja félaga í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar um að matsmaður yrði dómkvaddur til að leggja mat á þóknun Sveins Andra Sveinssonar sem hann fékk fyrir að skipta búi EK1923 ehf. Sveinn Andri fékk tæplega 167 milljónir króna fyrir störf sín sem skiptastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir

Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af fullur og próf­laus

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært pólskan ríkisborgara á þrítugsaldri fyrir að aka undir áhrifum áfengis án ökuréttinda en ökumaðurinn sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur. Hann olli árekstri er hann reyndi að flýja lögreglu. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni

Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga.

Innlent
Fréttamynd

Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla.

Innlent
Fréttamynd

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi

Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli

Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra.

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Geð­læknir telur Magnús Aron sak­hæfan

Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni.

Innlent
Fréttamynd

Einn eig­enda Shoot­ers fær bætur vegna hand­töku

Konu, sem var einn eigenda kampavínsklúbbsins Shooters, hafa verið dæmdar miskabætur upp á 350 þúsund krónur vegna þvingunaraðgerða lögreglu í tengslum við rannsókn á meintri umfangsmikilli brotastarfsemi í tengslum við klúbbinn.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum höfuð­áverka eftir hrotta­lega líkams­á­rás

Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli

Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök í Barðavogsmálinu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið.

Innlent
Fréttamynd

Segir dómarann færa full­gild rök fyrir niður­stöðu sinni

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn.

Innlent