Grímur viðurkennir mistök lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 18:09 Grímur Grímsson segir þó að niðurstaða málsins sé óbreytt. Vísir/Arnar Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar. Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar.
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira