Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. Innlent 22.11.2024 07:08
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. Innlent 21.11.2024 19:14
Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21.11.2024 18:33
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent 21.11.2024 12:09
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21. nóvember 2024 12:00
Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21. nóvember 2024 11:52
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21. nóvember 2024 10:53
Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21. nóvember 2024 10:20
Hraun náð Njarðvíkuræð „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. Innlent 21. nóvember 2024 09:04
Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21. nóvember 2024 07:36
Hraun rann yfir Grindavíkurveg Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund. Innlent 21. nóvember 2024 07:11
„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Viðskipti innlent 21. nóvember 2024 06:29
Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Fjallað er um eldgosið sem hófst í gærkvöldi í fjölmiðlum erlendis, en þó í talsvert minna mæli en fyrir tæpu ári síðan. Innlent 21. nóvember 2024 03:24
Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. Innlent 21. nóvember 2024 01:46
Kort af staðsetningu gossprungunnar Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst. Innlent 21. nóvember 2024 01:21
Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Innlent 21. nóvember 2024 01:07
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. Innlent 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. Innlent 20. nóvember 2024 23:51
Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjöunda elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. Innlent 20. nóvember 2024 23:07
Ólíklegt að gjósi í nóvember Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Innlent 19. nóvember 2024 15:10
Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Til stendur að fjarlægja allar ruslatunnur úr Grindavík um helgina og á að koma þeim fyrir í Reykjanesbæ. Körfubolti 19. nóvember 2024 13:55
Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Viðskipti innlent 19. nóvember 2024 11:50
Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sundlaugin í Grindavík hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð síðasta rúma árið vegna eldsumbrota og lokunar bæjarins. Fyrsti dagur opnunarinnar var í gær. Innlent 12. nóvember 2024 10:15
Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Grindvíkingar héldu samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld þar sem ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Innlent 10. nóvember 2024 23:58
„Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma.“ Innlent 10. nóvember 2024 21:21