Dró úr virkninni í nótt í fyrsta sinn frá því að gosið hófst „Það hefur svona aðeins dregið úr virkninni í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands um stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga. Innlent 25. mars 2024 07:14
„Gasið hefur ekkert risið“ Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna. Innlent 24. mars 2024 14:35
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Innlent 24. mars 2024 13:50
Drónamyndir sýna gosið í návígi Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis flaug dróna yfir eldgosið við Sundhnúksgígaraðirnar í gærkvöldi og fangaði virknina úr nærmynd. Innlent 24. mars 2024 11:57
Myndir af eldstöðvunum úr lofti Enn gýs í Sundhnúkagígum og hraunið er orðið hærra en varnargarðarnir sums staðar við Grindavík. Eldstrókarnir sem teygja sig upp í næturhimininn eru sannarlega sjón að sjá. Innlent 23. mars 2024 22:47
Varað við gasmengun í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum varar við hugsanlegri gasmengun í Reykjanesbæ vegna breytilegri vindátt í kvöld. Mælt sé með því að fólk í viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkvi á loftræstingu. Innlent 23. mars 2024 18:05
Svipaður kraftur og varnargarðar halda enn „Varnargarðarnir halda þessu enn þá og beina hrauni frá byggð. Hraunið hefur mest verið að þykkna.“ Innlent 23. mars 2024 10:46
Starfsemi í lóninu vart forsvaranleg að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur vart forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu við núverandi aðstæður en hætta er talin á loftmengun vegna eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 22. mars 2024 22:12
Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær. Innlent 22. mars 2024 21:26
Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. Innlent 22. mars 2024 16:27
„Við höfum ekki séð svona áður“ Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni. Innlent 22. mars 2024 15:48
Hyggjast opna námuna og sækja efni Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Innlent 22. mars 2024 11:04
Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Innlent 21. mars 2024 23:45
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Innlent 21. mars 2024 19:38
Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Innlent 21. mars 2024 18:45
Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Innlent 21. mars 2024 17:48
Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. Innlent 21. mars 2024 15:45
Hraunið að færast upp á varnargarðana Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Innlent 21. mars 2024 14:48
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. Innlent 21. mars 2024 13:26
Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21. mars 2024 12:24
Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. Viðskipti innlent 21. mars 2024 08:58
Hitnar í fasteignamarkaði vegna íbúðakaupa Grindvíkinga Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi hitnað í febrúar, en vísitala íbúðaverðs og gögn um fasteignaauglýsingar gefa vísbendingu um aukna virkni og hærra íbúðaverð. Breytingin er mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 21. mars 2024 07:48
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. Innlent 20. mars 2024 21:30
Bilaður mælir en ekki hættuástand í Garðinum Íbúar í Garðinum geta andað léttar eftir að í ljós kom að ekki ríkir hættuástand vegna gasmengunar í bænum. Tilkynning þess efnis barst frá almannavörnum síðdegis í dag en svo kom í ljós að mælirinn var bilaður. Innlent 20. mars 2024 17:23
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. Innlent 20. mars 2024 14:10
Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Innlent 20. mars 2024 11:16
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. Innlent 20. mars 2024 10:38
Töluverð kvikustrókavirkni enn í gangi Lítið virðist hafa dregið úr gosinu á Reykjanesi í nótt en sprungan sem gýs á virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Innlent 20. mars 2024 07:18
Umfjöllun um eldsumbrot fælir ferðamenn frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. Innlent 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. Innlent 19. mars 2024 20:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent