Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Eins og greint hefur verið frá er þó nokkur gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag en óholl loftgæði mælast vegna þessa í Vatnsendanum í Kópavogi og í Görðum við Sæbrautina í Reykjavík.
Reykjavíkurborg hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna gasmengunarinnar og biðlar til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og til barna að forðast útivist í lengri tíma í dag og takmarka áreynslu. „Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa út í vagni við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.
Svipaða tilkynningu hefur verið send foreldrum unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Þeir voru sendir heim og fá full laun greidd fyrir daginn.
Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar.