„Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út“ Enska fótboltakonan Fran Kirby hefur lengi verið í hópi bestu leikmanna enska kvennafótboltans en hún hefur einnig þurft að þola áreiti og aðfinnslur við líkamlegt atgervi hennar sem hún segir frá í nýju viðtali. Enski boltinn 12. janúar 2024 09:31
Fær nýjan samning þrátt fyrir að hafa slitið krossband nýlega Stormsenterinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea til 2025 hið minnsta. Tímasetningin vekur athygli en stutt er síðan Kerr sleit krossband í hné og ljóst að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð. Enski boltinn 11. janúar 2024 23:01
Dier eltir Kane til Bayern Félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano hefur greint frá því að það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni miðvörðinn Eric Dier sem nýjasta leikmann liðsins. Fótbolti 11. janúar 2024 17:31
Umboðsmaður Dragusins steinhissa að hann hafi valið Tottenham fram yfir Bayern Það kom umboðsmanni Radus Dragusin verulega á óvart að hann hafi valið að ganga í raðir Tottenham í staðinn fyrir Bayern München. Enski boltinn 11. janúar 2024 13:30
Dortmund staðfestir komu Sanchos Jadon Sancho er kominn aftur til Borussia Dortmund á láni frá Manchester United. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Fótbolti 11. janúar 2024 12:39
Enn einn endurkomusigur Liverpool Liverpool vann 2-1 á móti Fulham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool lenti undir en tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik skiluðu sigrinum. Enski boltinn 10. janúar 2024 19:31
Jadon Sancho lánaður til Dortmund Manchester United hefur náð samkomulagi við þýska liðið Borussia Dortmund um að Sancho fari þangað á láni út tímabilið. Enski boltinn 10. janúar 2024 15:56
Konan velur föt á Guardiola á leikdegi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur greint frá því að eiginkona hans ákveði hverju hann klæðist á leikdegi. Enski boltinn 10. janúar 2024 11:30
Ráðherra segir ummæli Bartons um konur hættuleg Íþróttamálaráðherra Bretlands, Stuart Andrew, hefur fordæmt ummæli Joeys Barton um konur sem fjalla um fótbolta. Enski boltinn 10. janúar 2024 08:31
Chelsea með bakið upp við vegg eftir tap gegn Middlesbrough Middlesbrough, sem er í 12. sæti ensku B-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann afar óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Enski boltinn 9. janúar 2024 21:57
Tottenham staðfestir komu Werner Þýski framherjinn Timo Werner er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur á láni frá RB Leipzig. Fótbolti 9. janúar 2024 20:46
Spjaldið dregið til baka og Calvert-Lewin sleppur við bann Framherjinn Dominic Calvert-Lewin, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, er ekki á leið í þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum í síðustu viku. Fótbolti 9. janúar 2024 17:45
„Ætlarðu bara að dandalast endalaust í ræktinni?“ Paul Scholes gat ekki stillt sig um að skjóta á annan fyrrverandi leikmann Manchester United, Jesse Lingard, í nýlegri færslu þess síðarnefnda á Instagram. Enski boltinn 9. janúar 2024 15:30
Liverpool án Trent næstu vikurnar Enski landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold er meiddur og verður ekki með Liverpool liðinu á næstunni. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:40
Tottenham nálægt því að kaupa liðsfélaga Alberts Tottenham og Genoa eru á lokasprettinum í viðræðum sínum um kaup enska úrvalsdeildarliðsins á varnarmanninum Radu Dragusin. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:01
Keane fannst Ian Wright vera of góður við Höjlund Manchester United komst áfram í enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 sigur á Wigan en danski framherjanum Ramus Höjlund tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð færi. Enski boltinn 9. janúar 2024 11:30
Martröð City í bikarnum Englandsmeistarar Manchester City hafa oft haft heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppnunum á Englandi en það er ekki hægt að halda slíku fram eftir dráttinn í fjórðu umferð enska bikarsins. Enski boltinn 9. janúar 2024 10:30
Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Fótbolti 9. janúar 2024 08:05
Vængbrotið Man Utd flaug áfram í bikarnum Manchester United lagði Wigan Athletic í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur 2-0 gestunum í vil sem mæta Newport County eða Eastleigh í 4. umferð. Enski boltinn 8. janúar 2024 22:05
Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Enski boltinn 8. janúar 2024 21:02
Liverpool lánar Carvalho strax aftur Fábio Carvalho var ekki lengi hjá Liverpool eftir að þýska félagið RB Leipzig sagði upp lánssamningi sínum. Enski boltinn 8. janúar 2024 15:47
De Bruyne: Meiðslin mín kannski lán í óláni Kevin De Bruyne lék aftur með Manchester City um helgina þegar liðið vann stórsigur á Huddersfield Town í enska bikarnum. Enski boltinn 8. janúar 2024 15:31
Líkir Alexander-Arnold við Gerrard Martin Keown var afar hrifinn af frammistöðu Trents Alexander-Arnold á miðjunni þegar Liverpool vann Arsenal í ensku bikarkeppninni í gær og líkti honum við sjálfan Steven Gerrard. Enski boltinn 8. janúar 2024 13:00
Sjáðu stórkostlegt mark Bamford í bikarnum Patrick Bamford, leikmaður Leeds, skoraði ótrúlegt mark fyrir liðið á útivelli gegn Peterborough í FA-bikarnum í gær. Enski boltinn 8. janúar 2024 07:01
Arteta: Spiluðum vel gegn líklega besta liði í Evrópu Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að liðið sitt hafi spilað vel gegn Liverpool, þrátt fyrir tapið. Enski boltinn 7. janúar 2024 20:30
„Erfitt fyrir Virgil að líta illa út en hann náði því“ Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Arsenal í FA-bikarnum í dag. Enski boltinn 7. janúar 2024 20:01
Jesus að glíma við meiðsli á hné Það var enginn Gabriel Jesus í leikmannahópi Arsenal gegn Liverpool í dag en hann er að glíma við meiðsli. Enski boltinn 7. janúar 2024 18:05
Samherji Alberts nálgast Tottenham Rúmenski varnarmaður Genoa og samherji Alberts Guðmundssonar, Radu Dragusin, nálgast félagsskipti til Tottenham. Enski boltinn 7. janúar 2024 17:01
Úrvalsdeildarliðin í stökustu vandræðum Sjö leikjum var að ljúka í ensku bikarkeppninni rétt í þessu og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Úrvalsdeildarliðin West Ham, Nottingham Forest og Luton Town lentu í vandræðum, leikjum þeirra lauk með jafntefli og verða endurspilaðir. Enski boltinn 7. janúar 2024 16:06
Liverpool áfram eftir sigur á Emirates Liverpool komst áfram í FA-bikarnum í dag eftir sigur á Arsenal á Emirates vellinum. Enski boltinn 7. janúar 2024 16:01