Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. Innlent 20. desember 2022 09:31
Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Innlent 19. desember 2022 23:20
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. Innlent 19. desember 2022 22:01
Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. Innlent 19. desember 2022 15:58
Ævintýraleg helgi að baki hjá Þorbirni: „Þetta var bara endalaust“ Steinar Þór Kristinsson, frá björgunarsveitinni Þorbirni á Grindavík, telur að fjölmargir ferðamenn hafi misst af flugferðum af landi brott um helgina. Fleiri hundruð manns var komið til bjargar. „Þetta var bara endalaust,“ segir Steinar Þór. Innlent 19. desember 2022 09:09
Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. Innlent 17. desember 2022 12:34
Skíðaveturinn hafinn fyrir norðan: Frostinu fagnað í fjallinu Frostið hefur verið ríkjandi á landinu og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni. Von er á snjókomu þannig að reikna má með hvítum jólum víða um land. Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frostinu fagnað. Innlent 16. desember 2022 20:36
Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. Innlent 16. desember 2022 09:01
Íslandsvinir ársins 2022: Rómantík í lóninu, spenna á Suðurnesi og heimsókn í Icelandverse Ferðaþjónustan komst skrefi nær því að komast í eðlilegt horf í ár eftir harðar samkomu- og ferðatakmarkanir árin 2020 og 2021. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar og streymdu ferðamenn til landsins, þar á meðal fræga fólkið. Íslensk náttúra virðist áfram vera helsta aðdráttaraflið. Lífið 15. desember 2022 14:00
Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15. desember 2022 09:11
Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15. desember 2022 09:00
Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14. desember 2022 08:02
Lögreglan fær streymi frá Reynisfjöru Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi. Innlent 13. desember 2022 11:31
Ummæli Kára um Ferðamálaskóla Íslands ekki dæmd dauð og ómerk Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem leiðsögumaðurinn Kári Jónasson er sýknaður í máli þar sem rekstraraðili Ferðamálaskóla Íslands fór fram á að ummæli sem Kári lét falla um skólann í sjónvarpsþætti árið 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Innlent 12. desember 2022 08:05
Snjóbyssurnar koma sér vel Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Innlent 12. desember 2022 07:00
Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Innlent 9. desember 2022 10:36
Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Innlent 8. desember 2022 20:01
Ætla að byggja 180 herbergja hótel í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Byggt verður allt að 180 herbergja hótel. Viðskipti innlent 8. desember 2022 11:50
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Innlent 7. desember 2022 10:41
Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Skoðun 7. desember 2022 07:30
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Innlent 6. desember 2022 19:21
Varaflugvallargjaldi einnig ætlað að kosta framkvæmdir í Reykjavík Tvöhundruð króna varaflugvallargjald verður lagt á bæði innanlands- og millilandaflugfarþega, samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra boðar. Gjaldinu er ætlað að standa undir framkvæmdum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 5. desember 2022 22:22
„Við hefðum ekki getað verið heppnari“ Þúsundir flykktust að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli þegar eldgos hófst þar á ný í ágúst. Í þetta sinn voru engar samkomutakmarkanir líkt og árið áður og því fátt sem kom í veg fyrir að erlendir ferðamenn gerðu sér ferð til að skoða gosið. Eldgosið stóð undir væntingum og gerði marga agndofa. Innlent 5. desember 2022 07:00
Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. Innlent 3. desember 2022 13:56
Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Innlent 1. desember 2022 21:01
Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Innlent 1. desember 2022 16:34
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:57
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurvallar fyrir 2023 Isavia stendur fyrir morgunfundi í dag þar sem farið verður yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023 sem og uppbyggingu og framkvæmdir sem framundan eru á flugvellinum. Viðskipti innlent 1. desember 2022 08:30
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Torfhús Retreat Sigurður Hafsteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Torfhús Retreat í Biskupstungum. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 14:26
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. Atvinnulíf 29. nóvember 2022 07:01