Styrkaraðilar Renault segja upp samningum Tveir stórir styrktaraðilar hafa sagt upp auglýsingasamningum við Formúlu 1 lið Renault í dag vegna dóms í svindlmálinu í Singapúr í fyrra. Hollenski ING bankinn sendi tilkynningu frá sér, skömmu eftir að spænska tryggingarfyrirtækið Mutua Madilena dró sig í hlé frá liðinu. Formúla 1 24. september 2009 19:55
Ecclestone segir dóm Briatore of harðan Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. Formúla 1 24. september 2009 10:12
Symonds: Piquet átti hugmyndina að árekstrinum Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. Formúla 1 23. september 2009 10:46
Deilt á ævilangt bann Briatore Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn. Formúla 1 22. september 2009 10:24
Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Formúla 1 22. september 2009 08:36
Piquet: Býst ekki við fyrirgefningu Brasilíumaðurinn Nelson Piquet slapp við refsingu í samsæri Renault í Singapúr í fyrra, þar sem hann samþykkti að keyra á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í mótinu. Hann var fríaður ábyrgð í málinu og Alonso ekki talinn eiga hlut að máli. Formúla 1 21. september 2009 14:28
Briatore bannaður frá Formúlu 1 FIA dæmdi Renault í tveggja ára skilorðsbundið keppnisbann í Formúlu 1 fyrir að brjóta af sér í Singapúr í fyrra. Formúla 1 21. september 2009 13:15
Piquet mætti í yfirheyrslu hjá FIA Nelson Piquet og Fernando Alonso eru báðir mættir í yfirheyrslu útaf svindlmáli sem tengist kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Þeir voru kallaðir á fund FIA í París, þar sem málið er tekið fyrir í dag. Formúla 1 21. september 2009 09:54
Skömm að Piquet fær friðhelgi Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrr til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna. Formúla 1 21. september 2009 07:35
Brösótt gengi Kristjáns Einars Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi. Formúla 1 20. september 2009 13:26
Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins. Formúla 1 18. september 2009 09:57
Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Formúla 1 17. september 2009 09:04
Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins. Formúla 1 16. september 2009 16:11
Arabísk fjölskylda kaupir BMW F1 Fyrirtæki sem spáði lengi í að kaupa Notts County knattspyrnufélagið hefur söðlað um og keypti í dag búnað Formúlu 1 liðs BMW, sem hefur verið til sölu síðustu vikurnar. Formúla 1 15. september 2009 14:14
Sögufrægt lið aftur í Formúlu 1 FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld. Formúla 1 15. september 2009 10:19
Tæknistjóra Renault boðin friðhelgi fyrir vitnisburð Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Formúla 1 15. september 2009 08:38
Titilvonir Red Bull endanlega brostnar Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull liðsins telur að titilvonir liðsins séu fyrir bí eftir mót helgarinnar á Monza brautinni á Ítalíu. Mark Webber féll úr leik og Sebastian Vettel náði aðeins einu stigi úr mótinu á meðan Rubens Barrichell og Jenson Button urðu í fyrsta og öðru sæti og juku forskot sitt í stigakeppni ökumanna. Formúla 1 14. september 2009 09:58
Barrichello var nærri atvinnulaus fyrir tímabilið Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Formúla 1 13. september 2009 17:23
Barrichello sótti á Button með sigri Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Formúla 1 13. september 2009 15:03
Sutil slæst við stórlaxanna í rásmarkinu Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur. Formúla 1 13. september 2009 09:04
Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Formúla 1 13. september 2009 07:14
Hamilton stefnir á sigur á Monza Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Formúla 1 13. september 2009 06:38
Hamilton fremstur á ráslínu á Monza Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður fremsttur á ráslínu á Monza brautinni á morgun, eftir að hann náði besta tíma í tímatökum í dag. Hann varð á undan Adrian Sutil á Force India, en báðir bílar eru með Mercedes vél. Formúla 1 12. september 2009 14:52
Sutil sneggstur á lokaæfingunni Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var sneggstur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í hádeginu í dag á Monza brautinni á Ítalíu. Hann var þó aðeins 68/1000 á undan Jenson Button á Brawn. Formúla 1 12. september 2009 10:06
Máttur Indlands trónir á toppnum Máttur Indlands, eða Force India liðið var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Adrian Sutil var sneggstur um brautina og hlýtur að fara um Giancarlo Fisichella sem ekur nú Ferrari. Hann var í tuttugasta sæti á æfingunni og fyrrum liðsmaður Force India. Formúla 1 11. september 2009 15:11
Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Formúla 1 11. september 2009 10:04
Fisichella sló Raikkönen við á fyrstu æfingu ÍÍtalinn Giancarlo Fisichella hóf leika vel með Ferrari á heimavelli liðsins í Monza á Ítalíu í dag. Hann var 0.1 sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen, en allra fljótastur í brautinni var Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 11. september 2009 09:48
Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Formúla 1 10. september 2009 15:43
Reynt að sanna að Renault hafi svindlað FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur. Formúla 1 10. september 2009 11:19
Pétur Jóhann leikur formúlubíl - Myndband Þau Pétur Jóhann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir verða gestir í þættinum Við rásmarkið á Stöð 2 Sporti í kvöld. Formúla 1 10. september 2009 09:00