Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Jafna Víking að stigum á toppnum Blikar jöfnuðu í kvöld Víkinga að stigum á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á Fram á Kópavogsvelli á meðan Víkingar töpuðu gegn ÍA í Fossvoginum. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 18:31
Félix á leið til Chelsea á meðan Gallagher fer í hina áttina Portúgalinn João Félix er á leið til Chelsea á nýjan leik en enska knattspyrnufélagið kaupir hann nú eftir að hafa fengið hann á láni á síðasta ári. Enski miðjumaðurinn fer í hina áttina en ekki er þó um hreinan skiptidíl að ræða milli Atlético Madríd og Chelsea. Enski boltinn 19. ágúst 2024 18:00
Hafa unnið alla leiki á móti Fram í heilan áratug Blikar fá Framara í heimsókn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og þar getur Breiðablik haldið áfram taki sínu á Framliðinu. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 15:45
Víkingur fær hvíld milli Evrópuleikjanna Vegna þátttöku Víkings í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefur þremur leikjum í Bestu deild karla verið breytt. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 15:23
Henry hættir eftir silfrið Thierry Henry er hættur sem þjálfari franska U-21 árs landsliðsins. Undir hans stjórn unnu Frakkar til silfurverðlauna í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Fótbolti 19. ágúst 2024 15:00
Sjáðu mörkin úr fallslögunum og jafnteflinu fyrir norðan Fylkir og Vestri unnu mikilvæga sigra í botnbaráttunni í Bestu deild karla um helgina og KA og Stjarnan gerðu jafntefli. Mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá í fréttinni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 14:30
Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 14:15
Kæra KR tekin fyrir á morgun Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld. Íslenski boltinn 19. ágúst 2024 13:58
Guardiola: Haaland líður betur en á sama tíma í fyrra Pep Guardiola hrósaði norska framherjanum Erling Haaland eftir 2-0 sigur Manchester City á Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 19. ágúst 2024 12:30
Conte baðst afsökunar: „Bráðnuðum eins og snjór í sól“ Antonio Conte, knattspyrnustjóri Napoli, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir tapið fyrir Verona, 3-0, í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 19. ágúst 2024 11:30
Þurftu að stækka klefann hjá Chelsea Umræðan um stærð leikmannahópsins hjá Chelsea hefur verið áberandi síðustu vikur enda heldur félagið áfram að bæta við sig leikmönnum. Enski boltinn 19. ágúst 2024 11:01
Fengu að heyra það frá Ancelotti Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var allt annað en ánægður með hugarfar leikmanna sinna eftir að Real náði bara jafntefli á móti Mallorca í fyrsta leiknum á nýju tímabili. Fótbolti 19. ágúst 2024 08:40
Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Enski boltinn 19. ágúst 2024 08:01
Fékk rautt spjald fyrir að pissa Þau gerast varla sérstakari rauðu spjöldin en það sem fór á loft í leik perúsku bikarkeppninni um helgina. Fótbolti 19. ágúst 2024 06:30
Dagskráin í dag: Sex bestu liðin í Bestu deildinni Það eru þrír afar áhugaverðir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og nítjánda umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Sport 19. ágúst 2024 06:01
Vill eignast lið í hverri heimsálfu Michele Kang á sem stendur þrjú knattspyrnufélög í tveimur heimsálfum en hún vill ólm eignast félag í hverri heimsálfu. Fótbolti 18. ágúst 2024 23:31
Söngurinn um Haaland kom í bakið á honum: „Fyndinn náungi“ Marc Cucurella gæti hafa séð eftir því í dag að hafa sungið um það í sumar að Erling Haaland ætti að skjálfa á beinunum þegar Cucurella væri á svæðinu. Haaland fór illa með hann á fótboltavellinum í dag og tjáði sig um Spánverjann í viðtali eftir leik. Enski boltinn 18. ágúst 2024 22:31
„Árbærinn er vaknaður“ Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 22:08
Uppgjörið: HK - Fylkir 0-2 | Manni færri með afar mikilvægan sigur HK tók á móti Fylki í sannkölluðum botnslag í Kórnum í dag. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Svo fór að lokum að Fylkir vann afar sannfærandi 2-0 sigur eftir að hafa lent manni undir og í leiðinni tókst liðinu að lyfta sér upp fyrir HK. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 21:15
Uppgjörið: KA - Stjarnan 1-1 | Stigum deilt eftir skalla í stöng í blálokin KA og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 19. umferð Bestu deildar karla. Bæði lið sitja því áfram rétt fyrir neðan efri hluta deildarinnar nú þegar úrslitakeppnin nálgast. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 21:00
Mikael Egill lagði upp gegn Lazio Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia í dag í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta, þegar liðið mætti Lazio. Fótbolti 18. ágúst 2024 20:49
„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 20:15
Vonbrigði í fyrsta leik Mbappé á Spáni Frumraun frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappé í spænsku 1. deildinni í fótbolta fór ekki eins og hann hefði óskað sér því meistarar Real Madrid gerðu aðeins 1-1 jafntefli við Mallorca í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2024 19:39
Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Íslenski boltinn 18. ágúst 2024 19:33
Ekkert bikarævintýri í ár hjá Ísaki Bikarævintýri Fortuna Düsseldorf var ansi mikið styttra í ár en á síðustu leiktíð, þegar liðið fór í undanúrslit þýska bikarsins í fótbolta. Fótbolti 18. ágúst 2024 19:22
Meistararnir byrja á sterkum sigri Meistarar Manchester City hófu nýja leiktíð í ensku úrvalsdeildinni á sterkum 2-0 útisigri gegn Chelsea í stórleik helgarinnar. Enski boltinn 18. ágúst 2024 17:28
Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Fótbolti 18. ágúst 2024 16:44
Bryndís Arna lagði upp sigurmarkið Bryndís Arna Níelsdóttir lagði upp eina markið í 1-0 sigri Vaxjö á Norrköping í sænsku úrvalsdeild kvenna. Markið skoraði Sophia Redenstrand í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fótbolti 18. ágúst 2024 16:01
Brentford byrjar tímabilið á sigri Brentford byrjar tímabilið 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni á 2-1 sigri á Crystal Palace. Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk sigurliðsins. Athygli vakti að Ivan Toney var ekki með Brentford í dag vegna óvissu um framtíð hans. Í fjarveru hans stigu aðrir leikmenn upp. Enski boltinn 18. ágúst 2024 15:05
Gomes á batavegi eftir höfuðhöggið skelfilega Angel Gomes, leikmaður Lille, er á batavegi eftir skelfilegt högg í leik liðsins á laugardag. Fótbolti 18. ágúst 2024 14:19
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti