Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Próf­raun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“

Gló­dís Perla Viggós­dóttir, lands­liðs­fyrir­liði Ís­lands í fót­bolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem ís­lenska liðið getur lært hvað mest af. Ís­land heim­sækir ríkjandi Ólympíu­meistara Banda­ríkjanna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool

Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Víkingar fá sex­tíu milljónir fyrir sigurinn

Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

KA-strákarnir fengu að halda gullinu

Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina

Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fann­ey verður ekki með gegn Ólympíu­meisturunum

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skrýtin til­hugsun að maður komi frá svona litlum bæ“

Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjóða upp á veð­mál um leiki barna og styrkja knatt­spyrnurisa

Samstarfsaðili knattspyrnurisanna Barcelona og PSG býður upp á veðmál um úrslit þúsunda áhugamannaleikja sem hann streymir frá og þar sem keppendur eru allt niður í fjórtán ára gamlir. Starfsemi fyrirtækisins er ólögleg víða en hægt er að veðja á síðunni á Íslandi, meðal annars á úrslit íslenskra leikja.

Viðskipti erlent