Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn. Fótbolti 17. september 2024 21:00
Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Manchester United fór létt með C-deildarliðið Barnsley og vann 7-0 á Old Trafford í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Enski boltinn 17. september 2024 20:44
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir var einn af fáum ljósum punktum í liði Fylkis, sem féll úr Bestu deild kvenna í sumar. Landsleikjahæsti markmaður Íslands vonar að hún finni sér annað lið fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 17. september 2024 19:45
Glæsilegt opnunarmark í öruggum sigri Juventus Juventus vann öruggan 3-1 sigur gegn PSV í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. Opnunarmarkið var einkar glæsilegt og má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 17. september 2024 18:45
Tvö mörk tekin af í þægilegum þriggja marka sigri Aston Villa fór létt með Young Boys í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. 0-3 útisigur vannst þrátt fyrir að tvö mörk væru dæmd af Villa-mönnum. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 17. september 2024 18:44
Leitinni lokið hjá Rabiot sem skrifaði undir hjá Marseille Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur skrifað undir samning við Marseille í heimalandinu. Hann hafði verið án félags síðan í júlí þegar samningur hans við Juventus rann út. Fótbolti 17. september 2024 17:48
Stöngin inn í opnunarmarki Meistaradeildarinnar Nýtt tímabil er hafið í Meistaradeild Evrópu og Juventus varð fyrsta liðið til að skora, þökk sé snilldar snúningsskoti Kenan Yildiz sem má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 17. september 2024 17:24
Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir. Fótbolti 17. september 2024 17:02
Castro rekinn og Ronaldo fær fjórða þjálfarann Luis Castro hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo fær þar með sinn fjórða þjálfara frá því að hann kom til félagsins í byrjun árs 2023. Fótbolti 17. september 2024 15:20
Ten Hag aðvarar Antony: „Verður að vinna sér inn réttinn til að spila“ Knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, segir að Antony verði að vinna fyrir því að fá tækifæri með liðinu. Enski boltinn 17. september 2024 14:47
Eiginkona Dybala snyrtir lík Argentínski fótboltamaðurinn Paulo Dybala gekk að eiga Oriönu Sabatini fyrr á þessu ári. Starfsferlar þeirrar eru afar ólíkir. Fótbolti 17. september 2024 14:01
Flestir mæta á heimaleiki Blika Fleiri áhorfendur mættu á leiki fram að úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í ár en í fyrra. Nú hefur deildinni verið skipt í tvennt og fram undan fimm æsispennandi umferðir í neðri og efri hluta. Íslenski boltinn 17. september 2024 13:16
Sjáðu heimsókn Nabblans á Meistaravelli Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, kíkti á Meistaravelli á leik KR og Víkings í Bestu deild karla á dögunum. Andri Már fór á kostum, talaði við mann og annan, og fylgdist með stemningunni. Íslenski boltinn 17. september 2024 12:31
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Liverpool birtir í dag áður óséð myndband frá Reykjavík, frá fyrsta Evrópuleik sínum þegar liðið mætti KR og fagnaði 5-0 sigri. Liverpool byrjar nýja leiktíð í Meistaradeild Evrópu í kvöld með leik við AC Milan. Enski boltinn 17. september 2024 12:01
Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni. Íslenski boltinn 17. september 2024 11:30
Segir að Van Persie sé eins og yngri flokka þjálfari Robin van Persie fer ekki vel af stað sem þjálfari Heerenveen og var gagnrýndur eftir stórt tap liðsins fyrir AZ Alkmaar um helgina. Fótbolti 17. september 2024 11:01
Björn Daníel brattur: „Ætli þetta sé ekki hrörnun vöðvanna sökum aldurs?“ Fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson ætti að geta tekið fullan þátt með FH-ingum í lokabaráttunni um Evrópusæti, í Bestu deildinni í fótbolta, þrátt fyrir meiðsli í síðasta leik. Íslenski boltinn 17. september 2024 10:30
Sjáðu mörkin úr stórsigrum Vals og Víkings Ellefu mörk voru skoruð í síðustu tveimur leikjum 22. umferðar Bestu deildar karla. Valur vann KR, 4-1, og Víkingur rústaði Fylki, 0-6. Íslenski boltinn 17. september 2024 10:00
Alisson ósáttur við aukið leikjaálag: „Kannski skiptir skoðun okkar ekki máli“ Markvörður Liverpool, Alisson, segir að ekki sé hlustað á leikmenn vegna aukins leikjaálags. Fótbolti 17. september 2024 09:31
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Þótt það hljómi ef til vill fremur ankannalega núna spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína í Stúkunni fyrr á tímabilinu hvort KR gæti orðið Íslandsmeistari. Íslenski boltinn 17. september 2024 09:01
Lárus Orri ekki enn búinn að fyrirgefa Graham Potter: „Hann var svolítið linur“ Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, var á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær og fylgdist með leik Vals og KR í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson rifjaði af því tilefni upp kynni sín af Potter. Íslenski boltinn 17. september 2024 08:02
„Þú færð mikið borgað svo þú mátt ekki sýna tilfinningar“ Phil Jones, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að stríðnin sem hann varð fyrir meðan hann var að spila hafi haft mikil áhrif á hann. Enski boltinn 17. september 2024 07:30
Fylgist með þessum í Meistaradeildinni: Stór nöfn á nýjum stöðum Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna lista af leikmönnum sem vert er að fylgjast með í Meistaradeild Evrópu karla í vetur. Deildarkeppni Meistaradeildarinnar hefst í dag og er fjöldi leikja í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti 17. september 2024 07:02
„Það er erfitt að loka mótum strákar“ Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason eru samstarfsmenn hjá Íslands- og bikarmeisturum en þegar á golfvöllinn er farið er vináttan tímabundið lögð til hliðar. Sérstaklega ef hvorugur er að eiga sinn besta hring. Fótbolti 16. september 2024 23:31
Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. Íslenski boltinn 16. september 2024 23:01
Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 16. september 2024 22:45
„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:45
Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:42
Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 16. september 2024 21:26
Uppgjörið: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Valur vann 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Valsmenn voru 2-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik gerði KR tilkall til þess að koma til baka en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og unnu sannfærandi sigur. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:06