Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. Viðskipti innlent 7. október 2022 21:23
Besta sætanýting í september frá upphafi Sætanýting Icelandair í september var 83,3 prósent. Um er að ræða bestu sætanýtingu félagsins í september frá upphafi. Heildarfarþegafjöldi félagsins í september var 387 þúsund. Viðskipti innlent 7. október 2022 10:06
Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Viðskipti innlent 7. október 2022 09:58
Flutti kókaín í fjórtán pakkningum innvortis til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann um fimmtugt í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla rúmlega 260 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í ágúst síðastliðinn. Innlent 6. október 2022 12:43
Taka upp áætlunarflug til Las Palmas Icelandair hefur hafið sölu á flugi til Las Palmas á Gran Canaria sem er nýr áfangastaður í leiðakerfi félagsins. Viðskipti innlent 6. október 2022 11:22
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. Viðskipti innlent 6. október 2022 10:32
Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Innlent 4. október 2022 07:17
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. Erlent 2. október 2022 11:08
Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“ Innlent 1. október 2022 19:36
Stórslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Innlent 1. október 2022 14:37
Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero. Lífið samstarf 30. september 2022 09:03
Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi. Innlent 29. september 2022 19:20
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. Innlent 29. september 2022 13:10
Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Innlent 29. september 2022 12:08
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. Innlent 29. september 2022 10:33
Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Innlent 29. september 2022 08:52
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. Innlent 29. september 2022 06:23
Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. Innlent 29. september 2022 00:21
„Sé hina vélina skuggalega nálægt“ „Þetta var alveg mikill skellur,“ segir Evalilja Bjarnadóttir, ein þeirra farþega sem sátu í flugvél Icelandair sem lenti í árekstri á Heathrow fyrr í kvöld. Innlent 28. september 2022 22:35
Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Innlent 28. september 2022 21:11
Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Viðskipti innlent 27. september 2022 19:09
Ráðin framkæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Dohop Oana Savu hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (e. Chief Strategy Officer) hjá Dohop og mun sem slíkur bera ábyrgð á stefnumótun og þróun félagsins ásamt samningum við samstarfsaðila. Viðskipti innlent 27. september 2022 09:05
Gnitanes orðið 9 milljarða króna fjárfestingafélag eftir samruna Fjárfestingafélagið Gnitanes, sem áður hét Eldhrímnir, var með eigið fé upp á ríflega 9,3 milljarða króna í lok síðasta árs eftir að hafa sameinast öðru fjárfestingafélagi, Eini ehf., sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og stjórnarformanns Play. Innherji 26. september 2022 12:54
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Innlent 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Innlent 23. september 2022 15:33
Himinháar sektir fyrir lygar um 737 MAX Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um 200 milljónir dollara, tæpa þrjátíu milljarði króna, fyrir að veita fjárfestum sínum rangar upplýsingar um öryggisvandamál Boeing 737 MAX vélarinnar. Fyrrum forstjórinn þarf einnig að greiða rúmar 140 milljónir króna í sekt. Viðskipti erlent 23. september 2022 07:04
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. Innlent 22. september 2022 22:22
Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins. Viðskipti innlent 21. september 2022 11:50
„Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Innlent 20. september 2022 09:12