Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust

Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins

Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Lík flugmannsins fundið

Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Skimun gengið vel en einum snúið við til London

Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin.

Innlent