

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Merci beaucoup La Femme!
Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi.

Sviti og sviðsdýfur
Hljómsveitin FM Belfast gerði allt vitlaust í Hörpunni í gær

Tvö sóló á einu kvöldi
Dansararnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir sína hvor sitt verkið í Tjarnarbíói.

Kreppa bankamannsins Kristófers
Blanda spennusögu og sögu um tilvistarglímu og fjölskylduvanda í hruninu sem gengur ekki fullkomlega upp.

Magnaður Mugison
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves.

Glæsilegur konsert, fúl sinfónía
Fúl sinfónía eftir Korngold, en einleikskonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson var sérlega fallegur, og var einnig prýðilega spilaður.

Afleiðingar áfengisbölsins
Höfundur lýsir áfengisbölinu á sannfærandi og oft skemmtilegan hátt en reynir að taka á of mörgum og alvarlegum atriðum til að geta gert þeim almennileg skil.


Óhuggulegt lögreglumorð á Siglufirði
Vel fléttuð glæpasaga um hluti sem snerta okkur öll, en heldur ekki spennunni til enda.

Spjallað um veðrið
Fjörug og lærdómsrík bók, lifandi og fallegar myndir. Sögumaður fræðir og spjallar við lesendur um veðrið með virðingu.

Fallegt, en stundum kraftlaust
Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari.

Opinberun unglingsstúlku
Englaryk er óvenjuleg fjölskyldusaga skrifuð af miklu innsæi sem er – líkt og unglingurinn sem hún segir frá – óútreiknanleg og óviss um hvert hún stefnir.

Kostulegur klassískur farsi
Beint í æð er sprenghlægilegur farsi sem á eftir að slá í gegn.

Innbyggð skekkja
Í bók Soffíu eru áhugaverðar pælingar um lífið og hlutverk fólks í því og stíllinn er á köflum virkilega skemmtilegur en framvindunni er nokkuð ábótavant.

Tilgangur og meðal?
Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurningar sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér.

Getur eitthvað orðið til úr engu?
Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.

Hart varstu leikinn, Hallgrímur
Klént, yfirborðslegt tónverk sem þó var glæsilega flutt.

Hlýleg fantasía og kúl æska
Meadow var fagurt og heilsteypt verk og á vonandi langa lífdaga fyrir höndum.

Hvernig á að segja bless við lífið?
Vel skrifuð saga um viðkvæmt efni, en nær ekki þeim slagkrafti sem efnið býður upp á.

Ævintýrin gerast enn á Skuggaskeri
Virkilega vönduð og skemmtileg bók, sem bæði börn og fullorðnir ættu að hafa gaman af. Litmyndir og litaður texti lífga upp á lestrarupplifunina.

Á valdi sögunnar
Þegar dúfurnar hurfu er spennandi og grimmileg úttekt á því hvernig smáþjóð og einstaklingarnir innan hennar verða leiksoppar sögunnar – og hver annars.

Konur berjast við hið illa
Spennandi fantasía í sannfærandi heimi, sterkar kvenpersónur og áhrifamiklar lýsingar.

Eldborgin logaði á Don Carlo
Glæsileg uppfærsla á Don Carlo eftir Verdi, flottur söngur, sviðsmynd og lýsing.

Áferðarfögur baráttusaga sem skortir neistann
Metnaðarfull sviðsetning á magnaðri sögu. Sterkur leikhópur en ekki nægilega gott samspil milli leikgerðar og sviðsetningar.

Það sem aðeins er gefið í skyn
Afskaplega vel smíðaðar og áhrifamiklar sögur um fólk í hörðum heimi.

Betri en sú fyrri en ekki gallalaus
Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus.

Bullið í honum Þórarni
Ljóðabókin, uppfull af hugarórum og heilaspuna, er tilvalin til að auka orðaforða barna og kynna bragfræðina fyrir þeim. Einstök glettni í orðum og myndum.

Algjör leiksigur Sigga Sigurjóns
Afinn er grátbrosleg mynd þar sem Siggi Sigurjóns missir aldrei dampinn.

Óþarfi að skjóta gítarleikarann
Flottir tónleikar með áheyrilegri og líflegri tónlist. Spilamennskan var frábær.

Fáránleiki og hárbeitt ádeila
Hress og bráðfyndin saga, þó með drungalegu yfirbragði. Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á íslenskt samfélag, sett fram í furðusagnastíl.