Björgvin Páll selur húsið sitt með gufu á pallinum Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur sett fallega parhúsið sitt og fjölskyldu sinnar á sölu. Húsið er staðsett í póstnúmerinu 108 og er með glæsilegu útsýni yfir Esjuna frá svefnherberginu. Lífið 21. júní 2022 14:03
„Tímabil sem byrjaði vel og endaði vel“ Aðalsteinn Eyjólfsson segist hafa lært mikið af þarsíðasta tímabili en hann stýrði liði sínu Kadetten til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í ár. Aðalsteinn hefur þjálfað liðið frá 2020 en hann hefur verið þjálfari erlendis frá árinu 2008. Handbolti 21. júní 2022 13:00
Ómar Ingi í liði ársins annað árið í röð Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta annað árið í röð. Ómar varð þýskur meistari með liði sínu, Magdeburg. Handbolti 21. júní 2022 12:01
Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Sport 21. júní 2022 08:01
Aron Dagur semur við Val Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson. Handbolti 20. júní 2022 22:00
Evrópumeistararnir frá 2017 og 2019 að öllum líkindum ekki með á næsta ári Það virðist sem stórliðið Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu, Evrópumeistarar 2017 og 2019, verði ekki með í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næsta ári vegna fjárhagsvandræða. Handbolti 20. júní 2022 15:00
„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Handbolti 20. júní 2022 12:01
Barcelona Evrópumeistari í ellefta sinn eftir vítakeppni Barcelona bar sigurorð af Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Framlengja þurfti leikinn til að skera úr um sigurvegara en leikurinn endaði 37-35. Handbolti 19. júní 2022 18:07
Landin tryggði Kiel brons í vítakastkeppni Kiel lagði Veszprém, 37-35, í Lanxess höllinni í Köln í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Handbolti 19. júní 2022 15:15
Róbert fær liðsstyrk til Gróttu Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu. Handbolti 19. júní 2022 12:00
Haukur ekki með í úrslitaleiknum Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag. Handbolti 19. júní 2022 11:31
Haukur mætir Barcelona í úrslitum Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag. Handbolti 18. júní 2022 18:30
Haukur skoraði eitt er Kielce fór áfarm í úrslit Meistaradeildarinnar Haukur Þrastarson, Sigvaldi Guðjónsson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce eru komnir áfram í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka sigur á Veszprém í Köln í dag, 35-37. Handbolti 18. júní 2022 15:30
Martröð í Montpellier: „Allt mjög þungt og erfitt“ Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær formlega undir samning hjá svissneska félaginu Amicitia Zürich. Hann batt þar með enda á martraðardvöl hjá Montpellier í Frakklandi. Handbolti 17. júní 2022 09:00
Arnar þriðji Íslendingurinn sem skiptir til Ribe í sumar Örvhenta skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe-Esbjerg. Handbolti 16. júní 2022 09:20
„Kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi“ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segist ekki útiloka heimkomu til Íslands þegar samningur hans við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2024. Alfreð segist þá hræddur við tilhugsunina að mæta Íslandi fram að þeim tímapunkti. Handbolti 16. júní 2022 09:01
Efnilegur hornamaður í raðir FH FH hefur samið við Arnar Stein Arnarsson, efnilegan hægri hornamann, sem spilaði áður með Víking. Arnar Steinn skrifar undir samning í Kaplakrika til þriggja ára. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins. Handbolti 15. júní 2022 18:01
Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu. Handbolti 15. júní 2022 11:30
Danmerkurmeistarinn Viktor Gísli: „Staðráðinn í að láta þetta ganga upp“ „Það var ekki verið að haga sér, það voru tekin nokkur pissustopp og rútuferð sem átti að taka tvo og hálfan tíma tók örugglega fjóra og hálfan tíma,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson um heimferðina eftir að GOG varð Danmerkurmeistari í handbolta um liðna helgi. Handbolti 15. júní 2022 09:00
Grótta fær danskan leikmann fyrir komandi átök Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við danska handknattleiksmanninn Theis Koch Søndergård um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 14. júní 2022 22:31
Elvar Örn skotfastastur í Þýskalandi Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, reyndist skotfastasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á nýliðnu tímabili. Handbolti 14. júní 2022 14:01
Ólafur Andrés yfirgefur Montpellier Ólafur Andrés Guðmundsson mun ekki leika með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna liðsins sem fær ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Handbolti 14. júní 2022 10:01
Sveinn þurfti að fara aftur undir hnífinn Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu seint á síðasta ári. Handbolti 13. júní 2022 16:01
Glæsilegum ferli Alexanders lauk í kvöld Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, spilaði í kvöld sinn síðasta handboltaleik á löngum og glæsilegum ferli sínum. Handbolti 12. júní 2022 19:25
Viktor Gísli og félagar danskir meistarar Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru danskir meistarar í handbolta eftir nauman eins marks sigur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum hans í Álaborg í dag, 26-27. Handbolti 12. júní 2022 16:59
Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji. Handbolti 12. júní 2022 15:11
ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Handbolti 12. júní 2022 11:00
Guðjón Valur fær rós í hnappagatið Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, er þjálfari ársins í þýsku B-deildinni í handbolta karla. Handbolti 11. júní 2022 20:01
Aron Dagur og Orri Freyr meistarar í Noregi Elverum varð í kvöld norskur meistari í handbolta karla en liðið tryggði sér titilinn með 34-28 sigri sínum gegn Arendal. Handbolti 11. júní 2022 19:50
Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp. Handbolti 10. júní 2022 11:30