Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Anne Heche er látin

Leikkonan Anne Heche er látin, 53 ára að aldri. Heche slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir viku síðan og hefur verið í dái síðan þá.

Lífið
Fréttamynd

Heche sögð liggja bana­leguna

Fjölskylda leikonunnar Anne Heche hefur tilkynnt að ekki sé búist við því að hún lifi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir viku síðan.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things

Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair.

Lífið
Fréttamynd

„Án hjartahnoðs væri ég dauður“

Leikarinn geðþekki Bob Odenkirk, sem fer um þessar mundir á kostum sem klækjalögmaðurinn Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul, var nær dauða en lífi við tökur á þáttunum á síðasta ári. Hann segist eiga hjartahnoði líf sitt að launa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kanye West greindi frá dauða Davidson

Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“

Lífið
Fréttamynd

Olivia Newton-John er látin

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline

Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar

Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum

Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna.

Tónlist
Fréttamynd

Anne Heche í lífs­hættu eftir bíl­­slys

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í gær. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.

Lífið
Fréttamynd

„Góð gen og fullt af peningum“

Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af því að hafa farið í andlitslyftingu en segir peninga og góð gen ástæðu þess að hún sé talin eldast vel í viðtali við Vogue. Hún vill hvetja alla til þess að lifa lífinu sama hversu gamlir þeir eru. Sjálf er hún tæplega áttatíu og fimm ára og í fullu fjöri.

Lífið
Fréttamynd

Eiga von á regnbogabarni

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eiga von á regnbogabarni sem hún tilkynnti um í færslu á Instagram. Chrissy segist vera stressuð á meðgöngunni en tæp tvö ár eru liðin síðan þau misstu son sinn Jack á miðri meðgöngu.

Lífið
Fréttamynd

Breytti Kim Kardashian í Minion

Upprennandi förðunarfræðingurinn North West, sem er aðeins níu ára gömul, breytti mömmu sinni Kim Kardashian í gulan Minion og deildi útkomunni með fylgjendum sínum á Tik Tok.

Lífið
Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni

Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. 

Erlent
Fréttamynd

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Lífið
Fréttamynd

John Travolta með krakkana á Íslandi

John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Lífið
Fréttamynd

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár

Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Lífið
Fréttamynd

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Bíó og sjónvarp