Pottur víða brotinn og börnin borgi brúsann Gervigras KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt og hefur verið lokað vegna slysahættu aðeins einu og hálfu ári eftir lagningu nýs grass. Formaður félagsins gagnrýnir vinnubrögð verktaka og viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 09:10
Fjölnir naumlega á toppnum og Þróttur nálgast umspil Fjölnismenn halda enn toppsæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins, nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 21:21
Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 20:04
Samantha Smith í Breiðablik Kvennalið Breiðabliks í fótbolta hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprett tímabilsins því Samantha Smith er gengin í raðir liðsins frá FHL. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 17:16
Gervigrasi KR lokað vegna slysahættu Gervigrasi KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt. Því hefur verið lokað vegna slysahættu. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 16:24
Óskar Hrafn tekur strax við KR Enn og aftur hafa orðið vendingar á Meistaravöllum því Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 15:10
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 13:33
Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 10:00
Helgi Fróði seldur til Helmond Sport Stjarnan hefur selt hinn átján ára Helga Fróða Ingason til hollenska B-deildarliðsins Helmond Sport. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 09:16
„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“ Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 08:00
Sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins lætur trúðana í Bestu deildinni heyra það Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseti við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt því að vera sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins, hefur fengið nóg af því þegar þjálfarar í Bestu deild karla í knattspyrnu haga sér eins og trúðar á hliðarlínunni. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 07:00
Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 22:45
Fyrrverandi þjálfari Gróttu eftirsóttur Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 22:00
Stjarnan án þriggja lykilmanna gegn KA Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 17:46
Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 16:54
Dusan farinn frá FH til Leiknis Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 16:01
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 14:06
„Ég á ekki til orð Lárus Orri“ Blikum þótti á sér brotið í leiknum á móti Stjörnunni en samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar sluppu Blikarnir kannski bara vel frá þessum leik. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 11:01
Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 09:30
Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 09:27
Sjáðu markið sem endaði 84 daga bið KR-inga eftir sigri KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 08:01
Helgi Fróði á leið til Hollands Helgi Fróði Ingason, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, er á leið til Hollands og mun því ekki klára tímabilið með Stjörnunni. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 20:30
Uppgjör og viðtöl: KR - FH 1-0 | Fyrsti heimasigur Vesturbæinga í hús KR vann FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í leik liðanna á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR-liðsins á leiktíðinni og í fyrsta skipti sem liðið heldur marki sínu hreinu á tímabilinu. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 20:05
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 20:05
Aðstoðarþjálfarinn Kjartan Henry á bekknum hjá FH FH heimsækir KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Athygli vekur að KR-ingurinn fyrrverandi, Kjartan Henry Finnbogason, og núverandi aðstoðarþjálfari FH er skráður á varamannabekk liðsins í kvöld. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 17:45
Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 14:36
Sænskur sóknarmaður sagður á leið til Vals fyrir sjö milljónir króna Albin Skoglund er sagður á leið til landsins í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Val, sem talið er að borgi um sjö milljónir króna fyrir leikmanninn. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 14:00
Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Fótbolti 12. ágúst 2024 09:31
„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 22:42
Uppgjörið og viðtöl: Valur-HK 5-1 | Markaveisla í fyrsta sigri Túfa Jónatan Ingi Jónsson gerði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri Vals gegn HK í fyrsta heimaleik Túfa sem aðalþjálfari Vals. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 22:03