Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni

Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur sýndi Berg­lindi meiri á­huga en Breiða­blik

Berg­lind Björg Þor­valds­dóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barns­burð. Hún stefnir á titla sem og endur­komu í lands­liðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiða­blik á sínum tíma er Berg­lind mætt á Hlíðar­enda. Valur sýndi henni ein­fald­lega meiri á­huga en Breiða­blik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er mikill efni­viður í Fram“

Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann

Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna.

Íslenski boltinn