

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

„Framhald af því sem við höfum verið að gera á undirbúningstímabilinu“
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var einkar sáttur með 2-0 sigur liðsins á FH í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Þá var hann sérstaklega sáttur með að halda hreinu.

Á leið í segulómun vegna meiðslanna í Lautinni
Hrafn Tómasson, betur þekktur sem Krummi, kom inn af varamannabekk KR þegar liðið vann Fylki 4-3 í 1. umferð Bestu deildar karla. Hann entist þó ekki lengi þar sem hann varð fyrir meiðslum á hné.

FH-ingar hafa unnið síðustu fjóra klukkutíma á móti Blikum 6-0
FH-ingar heimsækja Blika í kvöld í lokaumferð bestu deildar karla í fótbolta. FH-ingar hafa verið með ágætt tak á Blikum í síðustu deildarleikjum liðanna.

Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu
Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta.

Sjáðu fyrsta mark Gylfa og þegar KR skoraði beint úr hornspyrnu
Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Fyrsta mark hans í deildinni, markasúpuna í leik Fylkis og KR, og önnur mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi.

Gerðist síðast hjá Gylfa fyrir meira en fimmtán árum síðan
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði laglegt mark í gærkvöldi í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi.

„Kemur mér ekkert á óvart, það eru fullt af mörkum í þessu liði“
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gaf ekki kost á sér í viðtal í eftir leik Fylkis og KR í kvöld. Rúnar var verulega ósáttur við dómara leiksins og fékk rautt spjald undir lokin.

„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“
Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld.

„Við vorum aldrei líklegir til þess að brotna“
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var nokkuð brattur þrátt fyrir 2-0 tap gegn Val í 1. umferð Bestu deildarinnar.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar.

„Vonandi er maður að spara mörkin fyrir restina af leiktíðinni“
Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA í 1. umferð Bestu deildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, var á skotskónum í sínum fyrsta leik í efstu deild.

Blaðamannafundur Vals eftir leik
Valur hafði betur gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Valur vann leikinn 2-0 og skoruðu Patrick Pedersen og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Vals.

Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals
Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar.

Gylfi Sig var í beinni í 90 mínútur
Vísir bauð upp á nýjung í kvöld er svokölluð „player-cam“ eða leikmanna-myndavél fylgdi Gylfa Þór Sigurðssyni eftir í heilan leik.

„Hefðum getað skorað svona sjö mörk”
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn.

„Mér finnst það geðveikt... stundum finnst Rúnari það líka“
Kennie Chopart átti frábæran fyrsta mótsleik með nýju liði þegar Fram vann 2-0 gegn Vestra.

„Bara gott að slá menn aðeins niður á jörðina“
„Óhress, ekki frammistaðan sem við ætluðum okkur að skila hér í dag og það er vont“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-0 tap gegn Fram í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“
Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína.

Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan
KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum
Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni.

Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar
Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti.

Aron klár í slaginn í kvöld
Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni.

Kvíðakall sem fórnaði lögfræðinni fyrir listina
Fótboltamanninum Halldóri Smára Sigurðssyni er margt til lista lagt. Hann gafst upp á lögfræðistarfinu eftir sex ár af skrifstofuvinnu og íhugar næstu skref utan fótboltavallarins. Hver sem þau verða munu þau að líkindum hafa með listsköpun að gera.

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit"
Stjarnan tapaði fyrsta leik Bestu deildarinnar í ár gegn ríkjandi meisturum í Víkingi í Fossvoginum í kvöld. Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur en þó á sama tíma sáttur með margt í leik kvöldsins.

„Ég er frosinn á tánum“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur síns liðs í fyrsta leik Bestu deildar karla í kvöld.

Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri
Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri.

„Komum út „guns blazing“ og reynum að fella risann“
Það gætir á barnslegri eftirvæntingu hjá Guðmundi Kristjánssyni, fyrirliða Stjörnunnar, fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan heimsækir Víkina og mætir tvöföldum meisturum klukkan 19:15 í kvöld.

„Núna er bara spurningin hvort þeir séu með rétta þjálfarann eða ekki?“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sé undir mikilli pressu að vinna titil, eða titla, í sumar.

Besta-spáin 2024: Alkemistinn Gylfi
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Bestu deildar karla í sumar.

„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum.