Joe Biden

Joe Biden

Fréttir tengdar Joe Biden, 46. forseta Bandaríkjanna.

Fréttamynd

Biden samþykkir herta byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Erlent
Fréttamynd

Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Biden datt af hjóli

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, datt af hjóli sínu í Delaware í dag. Ekki virðist forsetinn hafa hlotið nein meðsli af en nokkur hræðsla virðist hafa gripið um sig á staðnum enda forsetinn kominn á virðulegan aldur.

Erlent
Fréttamynd

Óánægja með Joe Biden eykst

Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta.

Erlent
Fréttamynd

Krafðist að­gerða í til­finninga­þrunginni ein­ræðu

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde.

Erlent
Fréttamynd

Kallaði eftir banni gegn á­rásar­skot­vopnum

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við.

Erlent
Fréttamynd

Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna

Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga

Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri

Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar

Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Tekur ummælin um Pútín ekki til baka

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda.

Erlent