Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Er góða veislu gjöra skal

Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei fleiri hjálpa í Hjálpræðishernum

„Við erum með að nálgast sextíu sjálfboðaliða, sem teygir sig í sjötíu út af jólamatarboðinu. Það eru yfir tvö hundruð með sjálfboðaliðum í matarboðinu. Við höfum aldrei verið svona mörg,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins. Herinn efnir til síns árlega jólaboðs í dag.

Innlent
Fréttamynd

Afmæli Frelsarans

Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember.

Bakþankar
Fréttamynd

Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni

Anna Helen Lindsay hefur rekið Litlu jólabúðina í fimmtán ár við Laugaveg. Hún segir mestu söluna vera á sumarmánuðum til erlendra ferðamenna. Án ferðamannanna gæti verslunin ekki lifað af árið, Íslendingar versla einungis á vetrarmánuðunum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er best skreytta hús landsins

"Þetta er alltaf smá viðburður hjá okkur í nóvember og við tökum frá eina helgi og skreytum húsið,“ segir Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir, hársnyrtimeistari, sem á best skreytta hús landsins að mati dómnefndar Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Jólaís með Möndlu- hunangskexi

Martin Kollmar prófaði nýja útfærslu á toblerone-ís sem ávallt hefur verið á borðum á heimili hans á aðfangadag. Hann útbjó þýskar möndlu-hunangskökur og notaði í ísinn. Að auki bjó hann til plómusósu.

Jól
Fréttamynd

Hrefna Sætran: Smáréttir í hátíðarbúningi

Kókos-anis síld með appelsínu smjöri, létt grafin ofnbökuð bleikja með blómkáls og grænubauna mauki, gæsabringa með jólarauðkáli og reykt andabringa með remúlaði og pikkluðum rauðlauk.

Matur
Fréttamynd

Safnar kærleikskúlum

Fagurkerinn Arnar Gauti Sverrisson er mikið jólabarn og finnst gaman að skreyta fyrir jólin. Hann hefur safnað öllum kærleiks­kúlum sem gerðar hafa verið og þær fá veglegan sess á heimilinu.

Jól
Fréttamynd

Ágreiningurinn lagður til hliðar

Augljós pirringur er kominn í alþingismenn sem undanfarið hafa rætt fjárlög og umdeild mál. Þingmenn hafa verið duglegir að kvarta hver undan öðrum og saka hver annan um sögulegt málþóf, eða sögulegt efndaleysi – eftir því hvor

Lífið
Fréttamynd

Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 18. desember

Hurðaskellir kom heim í morgun alveg dauðþreyttur og ekki að undra. Sveinninn er búinn að þeytast út um allt land og gefa börnum í skóinn. Skjóða hefur því ákveðið að gleðja bróður sinn ofurlítið og ætlar að elda handa honum morgunverðarkvöldmat.

Jól
Fréttamynd

Haldið upp á jólin í Stjörnustríðsstíl

Jólatré Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur og fjölskyldu er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum og auk þess verða jólafötin í anda Stjörnustríðs. Stefna á að halda Harry Potter jól á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Kjóladagatalið 2015

Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp.

Lífið