Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:45 Það er allt uppbókað í Bláa lónið um jól og áramót og svo má búast við einhverjum ferðamönnum í messu og kirkjugörðunum yfir hátíðarnar. vísir Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00