Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Beðið eftir jólunum

Í Garðheimum er biðin langa hafin eftir jólunum og fjöldi góðra og girnilegra jólavara stendur til boða. Þar má nefna sérlega skemmtilega rokkandi jólasveina, engla eða snjókarla sem dilla sér við jólalögin og fást nú með 50% afslætti á meðan birgðir endast.

Jól
Fréttamynd

Jólasigling með Smyrli

Smyril-line er með jólatilboð á siglingum til Færeyja, Hjaltlandseyja eða Danmerkur. Verðið er 11.400 á mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu og bíl. Gist er í fjögurra manna klefa og bókunar- og tryggingargjald er innifalið.

Jól
Fréttamynd

Þrír sætir

Þeir taka sig vel út á gömlu kommóðunni, hvuttarnir þrír með jólahúfurnar sínar sem eiga heima á Hafurbjarnarstöðum við Sandgerði.

Jól
Fréttamynd

Jólanámskeið

Tíminn fyrir jól er oft vanmetinn og langflestir eru að gera hlutina á síðustu stundu en tilvalið er að aga sig til verka með því að fara á námskeið og vinna skraut, gjafir, mat og fleira þar löngu fyrir jólin.

Jól