Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð

"Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tregða í þróun flugfargjalda

Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Ice­landair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gefa grænt ljós á kaup á Emmessís

Er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni þessara tveggja fyrirtæki leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Viðskipti innlent