Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Við erum að ná vopnum okkar aftur“

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Elskum öll!

Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Arion viður­kennir brot og greiðir tugi milljóna

Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin

Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp

Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.

Lífið
Fréttamynd

Jafnar byrðar – ekki undan­þágur

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum

Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólgu­á­lagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxta­hækkana

Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

Stilla upp ráð­gjöfum fyrir við­ræður um stærsta sam­runa Ís­lands­sögunnar

Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Innherji
Fréttamynd

Topp 10 fermingargjafir sem hitta í mark

Fermingar eru fram undan og veislur um allt land að því tilefni. Margt getur verið á óskalistanum fyrir stóra daginn en Origo mælir með gjöf sem nýtist fermingarbarninu vel og það getur tekið með sér inn í framtíðina.Við hjá Origo höfum að því tilefni tekið saman okkar tíu bestu hugmyndir að fermingargjöf frá flottustu og bestu vörumerkjunum okkar, gjafir sem munu án efa hitta beint í mark.

Samstarf
Fréttamynd

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Innherji