Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Mikil ó­vissa“ um hvað Al­vot­ech þarf að gera til að fá grænt ljós frá FDA

Áform Alvotech um að fara inn á Bandaríkjamarkað um mitt þetta ár eru í hættu vegna óvissu um hvenær FDA mun veita félaginu markaðsleyfi, að sögn erlendra greinenda, en skiptar skoðanir eru hvaða áhrif það kann að hafa – DNB lækkar verðmat sitt á félaginu en mælir enn með kaupum á meðan Citi segir fjárfestum að selja – og sumir álíta að tafir um einhverja mánuði muni ekki hafa mikil áhrif á markaðshlutdeild fyrirtækisins á árunum 2024 og 2025. Á óformlegum upplýsingafundum með innlendum fjárfestum hafa lykilstjórnendur Alvotech aðspurðir tekið fyrir þann möguleika að þörf verði á því á næstunni að sækja aukið hlutafé út á markaðinn.

Innherji
Fréttamynd

Von á nýjum Veður­stofu­vef

Veðurstofa Íslands hefur undirritað samning við Origo um smíði á nýjum vef fyrir stofnunina. Vefurinn mun birtast notendum í áföngum og reiknað er með að fyrstu hlutar hans líti dagsins ljós í sumar. Núverandi vefur hefur verið starfræktur frá árinu 2007.

Innlent
Fréttamynd

FDA stað­festir að það sé enn með svar­bréf Al­vot­ech „til skoðunar“

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 

Innherji
Fréttamynd

Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim

Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Anna Þor­björg hættir hjá Fossum fjár­festingar­banka

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.

Innherji
Fréttamynd

FDA skaut fjár­festum í Al­vot­ech niður á jörðina og ó­vissa um fram­haldið

Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við  framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Allir styrkirnir í RÚV-verkefni

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „sam­keppnis­hæf“ starfs­kjör

Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Selur allt sitt í Nova

Stærsti einstaki hluthafi fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Félagið, Nova Acquisition Holding ehf., átti 11,1 prósent hlut í Nova eða 424.495.186. Hlutabréfin voru seld á genginu 4,8 krónur fyrir rúmlega tvo milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upplýsingaskylda útgefenda skráðra skuldabréfa

Fréttir síðustu daga um fjármál íslenskra sveitarfélaga hafa vakið upp spurningar um hvort og þá hvaða sérstöku reglur gilda um útgefendur skráðra skuldabréfa, þá sérstaklega að því er varðar upplýsingagjöf þeirra.

Umræðan
Fréttamynd

Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Al­vot­ech fyrir níu milljarða

Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira.

Innherji
Fréttamynd

Öl­gerðin nú meiri­hluta­eig­andi í Iceland Spring

Ölgerðin hefur undirritað samninga sem fela í sér að Ölgerðin eignast 51 prósenta hlut í vatnsútflutningsfyrirtækinu Iceland Spring sem selur íslenskt vatn í um 35 þúsund verslunum Bandaríkjunum, Taílandi og Kína, þar með talið í í verslunum 7-Eleven, Walgreens og Rite Aid.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að ná vopnum okkar aftur“

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Elskum öll!

Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji