Verðmat IFS á Icelandair 29 prósentum yfir markaðsgengi IFS hækkaði verðmat sitt á Icelandair eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs og verðmetur nú félagið 29 prósentum yfir markaðsgengi við upphaf dags. Hærra verðmat má rekja til þess að gert er ráð fyrir að reksturinn fari batnandi samhliða meðal annars lækkandi olíuverði og betri sætanýtingu. Innherji 31. október 2022 13:05
Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. Innlent 31. október 2022 12:40
Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29. október 2022 16:11
Hvergi skjól á fjármálamörkuðum Afkoma Sjóvár á undanförnum tveimur ársfjórðungum varpar ljósi á hvernig sveiflur í afkomu af vátryggingarekstri og fjárfestingum vegur á móti hvor öðru. Hagnaður af vátryggingum var 478 milljónir en tap af fjárfestingastarfsemi nam 163 milljónum. Þetta samband var ekki til staðar á undanförnum tveimur árum vegna peningaprentunar í Covid-19 og fjármálamarkaðir hækkuðu samhliða. Innherji 28. október 2022 15:01
Innflæði í hlutabréfasjóði í fyrsta sinn í fimm mánuði Þrátt fyrir að hlutabréfaverð hafi tekið mikla dýfu í liðnum mánuði þá reyndist vera hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði upp á tæplega hálfan milljarð króna í september. Er þetta í fyrsta sinn frá því í apríl á þessu ári þar sem sala á nýjum hlutdeildarskírteinum í slíka sjóði er meiri en sem innlausnum fjárfesta. Innherji 28. október 2022 13:01
Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. Viðskipti innlent 28. október 2022 10:03
Kallað út vegna uppsjávarskips sem hallaði við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 28. október 2022 06:46
Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Viðskipti innlent 27. október 2022 23:51
Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27. október 2022 20:58
„Taktfastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrarhagnað EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum. Viðskipti innlent 27. október 2022 17:39
Telja að verðbólga taki ekki á rás þrátt fyrir óvænta þróun í dag Verðbólga mældist yfir spám greinenda í október. Sérfræðingar á markaði telja að líklega hafi verðbólgan toppað í sumar og horfa til þess að hún fari hjaðnandi á næstu mánuðum. Sjóðstjóri segir að stóra spurningin fyrir Seðlabankann sé hversu hratt hún gangi til baka. Innherji 27. október 2022 15:59
Hækkar verðmat Haga í ljósi góðs reksturs Rekstur Haga virðist vera í góðum farveg en það er óhætt að segja að markaðsaðstæður séu nokkuð krefjandi. Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á félaginu í ljósi þess hve vel gekk á síðasta ársfjórðungi í 83,6 krónur á hlut eða um 2,5 prósent. Verðmatsgengið er 17 prósent hærra en markaðsgengið fyrir opnun markaða í morgun. Innherji 27. október 2022 14:01
Áform ráðherra gætu haft „jákvæð áhrif á vaxtaumhverfið,“ segir bankastjóri Arion Bankastjóri Arion banka telur að áform fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa, eigi ekki að valda þrýstingi á fjármálamarkaði heldur geti þau haft „jákvæð áhrif“ á vaxtaumhverfið. Arion hefur fært niður virði íbúðabréfa útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum í bókum sínum fyrir um 250 milljónir króna. Innherji 27. október 2022 12:07
Telst það innherjasvik að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar? Löggjöf um verðbréfamarkaði bannar aðilum sem búa yfir betri upplýsingum á markaði að notfæra sér þetta forskot á kostnað annarra á markaðinum. En löggjöfinni er ekki ætlað að draga úr samkeppni á markaði með því að banna fjárfestum að vera hugmyndaríkir í því að nálgast opinberar upplýsingar með lögmætum hætti. Umræðan 27. október 2022 10:06
„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. Innlent 27. október 2022 07:00
Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum. Innherji 26. október 2022 17:32
Voru „ekki augljós tækifæri“ að nýta söluhagnað Mílu í fjárfestingar erlendis Forstjóri Símans segir að það hafi verið kannað gaumgæfilega hvort það væru fyrir hendi ákjósanlegir fjárfestingarkostir erlendis til að nýta að hluta þá miklu fjármuni sem félagið fékk við söluna á Mílu. Svo hafi ekki verið og því ákveðið að greiða þá alla út til hluthafa en félagið hafi ekki viljað vera „yfirfjármagnað“ nema að fyrir lægju skýr markmið um hvað ætti að gera við þá fjármuni. Innherji 26. október 2022 16:40
FME gerir lægri eiginfjárkröfu til Kviku en hinna bankanna Heildareiginfjárkrafa sem fjármálaeftirlit Seðlabankans gerir til Kviku verður nokkru lægri en krafan á stóru viðskiptabankana þrjá ef fram fer sem horfir. Munurinn liggur einkum í því að stóru viðskiptabankarnir þrír fá tveggja prósentustiga auka álag vegna þess að þeir eru taldir kerfislega mikilvægir. Kvika hækkaði verulega á hlutabréfamarkaði eftir tíðindin. Innherji 26. október 2022 14:48
Spakur Invest naut góðs af styrkingu Bandaríkjadals Ágjöf á fjármálamörkuðum vegna óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi hefur leitt þess að hlutabréfasjóðir, innlendir sem erlendir, hafa skilað tapi að undanförnu. Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem fjárfestir einkum í bandarískum hlutabréfum, státaði af skástu ávöxtun allra innlendra hlutabréfasjóða sem fjárfesta aðeins erlendis. Ávöxtun sjóðanna frá áramótum var neikvæð um 13 til 31 prósent. Á sama tíma lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 27 prósent. Innherji 26. október 2022 11:00
Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir. Innherji 26. október 2022 08:15
Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. Innherji 25. október 2022 16:52
Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Innlent 25. október 2022 16:39
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. Innherji 25. október 2022 08:36
Spá því að hagnaður bankanna minnki talsvert þrátt fyrir auknar vaxtatekjur Útlit er fyrir að afkoma stóru bankanna tveggja sem skráðir eru á hlutabréfamarkað muni dragast umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi eða um 16 til 29 prósent. Samdrátturinn mun eiga sér stað þrátt fyrir að vaxtatekjur muni aukast verulega vegna hærra vaxtastigs og aukinna útlána. Innherji 25. október 2022 07:00
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. Innherji 24. október 2022 11:49
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. Innherji 24. október 2022 06:00
Verðlagning flestra félaga komin undir langtímameðaltal eftir miklar lækkanir Hlutabréfaverð hérlendis og alþjóðlega hefur lækkað skarpt á einu ári. Sjóðstjóri segir að V/H hlutfall flestra félaga á Aðallista í Kauphöllinni sé komið undir langtímameðaltal, en flest fyrirtækin hafa lækkað talsvert á þennan mælikvarða sem gefur til kynna að þau séu ódýrari en fyrir einu ári, samkvæmt samantekt Innherja. Innherji 23. október 2022 12:01
Fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði fara með rangt mál Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga. Innlent 23. október 2022 10:53
VÍS hefur minnkað vægi skráðra hlutabréfa um nærri þriðjung Tryggingafélagið VÍS hefur á síðustu misserum minnkað verulega um stöður sínar í skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni samtímis versnandi árferði á hlutabréfamörkuðum. Tvær stærstu fjárfestingareignir félagsins eru í dag eignarhlutir í óskráðum félögum. Innherji 22. október 2022 14:18
Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. Innherji 21. október 2022 16:04