Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Körfubolti 13. ágúst 2019 12:00
Stólarnir halda áfram að safna liði Tindastóll heldur áfram að safna liði fyrir Dominos-deild karla í vetur en í gær var tilkynnt að félagið hafði samið við Slóvenann Sinisa Bilic. Körfubolti 13. ágúst 2019 08:15
Þór dregur kvennaliðið úr keppni Þór Ak. teflir ekki fram liði í 1. deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Körfubolti 12. ágúst 2019 21:20
Segja Pavel á leið til Vals Sjöfaldi Íslandsmeistarinn Pavel Ermolinskij er orðaður við Val. Körfubolti 12. ágúst 2019 20:35
Gaf bláfátækri konu út á götu meira en milljón í seðlum NBA-stórstjarnan James Harden var afar rausnarlegur á dögunum þegar hann sjá fátæka konu með fjölskyldu sinni. Konan átti erfitt og var í vandræðum með að fæða fjölskyldu sína. Körfubolti 12. ágúst 2019 13:30
Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Körfubolti 12. ágúst 2019 12:00
Sjáðu ótrúlegan Martin afgreiða Sviss Martin Hermannsson átti stóran þátt í því að íslenska körfuboltalandsliðið vann eins stigs sigur á Sviss, 82-81, í Laugardalshöllinni í dag. Körfubolti 10. ágúst 2019 19:23
NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Körfubolti 10. ágúst 2019 18:41
Martin: Aldrei gert þetta í Höllinni Karfa Martins Hermannssonar tryggði Íslandi sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni í dag. Körfubolti 10. ágúst 2019 16:04
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. Körfubolti 10. ágúst 2019 15:30
Að duga eða drepast í Laugardalnum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Íslenska liðið má ekki við því að tapa fyrir Sviss sem mætir með sitt sterkasta lið, þar á meðal Körfubolti 10. ágúst 2019 11:30
Hlynur og Tryggvi kvíða ekki fyrir því að berjast við NBA-stjörnuna í svissneska liðinu Íslenska karlalandsliðinu í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í forkeppni EM í Laugardalshöll í dag er liðið mætir Sviss. Körfubolti 10. ágúst 2019 08:00
Sagan á bak við fánann og Michael Jordan á verðlaunapalli ÓL í Barcelona 1992 Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Körfubolti 9. ágúst 2019 23:30
Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Körfubolti 9. ágúst 2019 13:00
Gunnar búinn að finna sér lið erlendis Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson leikur í spænsku B-deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 9. ágúst 2019 11:53
Mættu í vitlausum búningi og þurftu að gefa leikinn Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Körfubolti 9. ágúst 2019 09:30
Besta körfuboltalið allra tíma vann Ólympíugull á þessum degi fyrir 27 árum 8. ágúst 1992 stigu tólf stoltir bandarískir körfuboltamenn upp á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þeir höfðu myndað fyrsta draumalið körfuboltans og höfðu boðið upp á tveggja vikna körfuboltasýningu á leikunum. Körfubolti 8. ágúst 2019 23:30
Kristófer Acox og Binni Löve í troðslukeppni á Ampera e Binni Löve vildi komast að því hversu stór Opel Ampera e er. Hann fór því og fann stærsta mann sem hann þekkir, Kristófer Ancox, og bauð honum í bíltúr og troðslukeppni. Lífið kynningar 8. ágúst 2019 16:52
Eldri en faðir samherja síns Faðir skærustu stjörnu Atlanta Hawks var ekki fæddur þegar Vince Carter, samherji stráksins, kom í heiminn. Körfubolti 7. ágúst 2019 23:15
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 80-79 | Dramatískt tap í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætti Portúgal í fyrsta leik sínum í H-riðli forkeppni undankeppni EM 2021. Körfubolti 7. ágúst 2019 19:30
Ægir hitti í körfuna yfir allan völlinn og hér er sönnunin Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er greinilega með miðið sitt stillt fyrir leikinn á móti Portúgal í kvöld í undankeppni EM í körfubolta sem fer fram árið 2021. Körfubolti 7. ágúst 2019 15:00
Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Það var enginn ofurstjörnufans á fyrstu æfingu bandaríska landsliðsins í körfubolta sem hóf undirbúning sinn fyrir HM í Kína. Körfubolti 7. ágúst 2019 08:00
Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. Körfubolti 6. ágúst 2019 16:45
NBA-leikmaður á æfingu hjá Álftanesliðinu NBA-leikmaðurinn J.P. Macura æfði með 1. deildarliði Álftanes um Verslunamannahelgina en þjálfari Álftanesliðsins, Hrafn Kristjánsson, sagði frá þessu á fésbókarsíðu sinni. Körfubolti 6. ágúst 2019 12:00
Carter tekur eitt ár í viðbót og skráir sig á spjöld sögunnar Vince Carter hefur framlengt samning sinn við NBA liðið Atlanta Hawks. Körfubolti 6. ágúst 2019 07:30
Þessir tólf spila gegn Portúgal á miðvikudagskvöldið Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, og hans aðstoðarmenn hafa valið hvaða leikmenn munu spila gegn Portúgal á miðvikudaginn. Körfubolti 5. ágúst 2019 10:03
Körfuboltamaður fór í lyfjapróf og komst að því hann væri "óléttur“ DJ Cooper, bandarískur körfuboltamaður, notaði þvag óléttrar vinkonu sinnar í lyfjaprófi. Körfubolti 3. ágúst 2019 23:36
Erfitt gegn Króatíu í fyrsta leiknum á EM Tap hjá stelpunum okkar í Kósóvó. Körfubolti 3. ágúst 2019 16:25
Lance Stephenson til Kína Frá Los Angeles Lakers til Liaoning Flying Leopards. Körfubolti 2. ágúst 2019 18:00
Puma bauð nítján ára strák 1,8 milljarða á ári fyrir skósamning Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Körfubolti 2. ágúst 2019 17:30