Þurfa að færa Janet Jackson tónleika út af velgengni Hawks Atlanta Hawks hélt sér á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna frábæran endurkomusigur í Boston. Körfubolti 26. apríl 2023 13:00
„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. Körfubolti 26. apríl 2023 10:31
Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Körfubolti 26. apríl 2023 07:20
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 23:30
Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. Körfubolti 25. apríl 2023 22:35
„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. Körfubolti 25. apríl 2023 21:44
Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin. Lífið 25. apríl 2023 21:20
„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. Körfubolti 25. apríl 2023 20:58
Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Körfubolti 25. apríl 2023 16:32
Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið. Körfubolti 25. apríl 2023 15:31
„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 11:30
Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Körfubolti 25. apríl 2023 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 92-83 | Íslands- og bikarmeistararnir með bakið upp við vegg Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 24. apríl 2023 23:00
„Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“ „Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil. Körfubolti 24. apríl 2023 21:51
Hamar upp í Subway deildina Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu. Körfubolti 24. apríl 2023 21:45
„Eitthvað ógeðslega gaman við að sé einhver alvöru vondi kall“ Deila þeirra LeBrons James og Dillons Brooks er meðal þess sem verður til umræðu í Lögmáli leiksins í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2023 16:01
Allt undir í Hveragerði Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð. Körfubolti 24. apríl 2023 13:00
Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Körfubolti 24. apríl 2023 08:01
Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 23. apríl 2023 23:02
Benedikt bjartsýnn fyrir leik þrjú þrátt fyrir tap í kvöld Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta var að vonum svekktur með að hafa tapað leik tvo gegn Tindastól í úrslitakeppni Subway deildarinnar en hann er þó stoltur af frammistöðu sinna leikmanna sem stigu upp eftir algjört afhroð í leik eitt. Körfubolti 23. apríl 2023 22:38
Umfjöllun: Tindastóll 97-86 Njarðvík | Tindastóll 2-0 yfir í einvíginu Tindastóll bar sigurorðið af Njarðvík er liðin mættust í leik 2 í undanúrslita einvígi sínu í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Spilað var í dúndrandi stemningu í Síkinu á Sauðárkróki. Körfubolti 23. apríl 2023 18:30
Elvar skoraði níu í stórsigri | Naumt tap Tryggva og félaga Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig fyrir Rytas Vilnius er liðið vann öruggan 25 stiga sigur gegn Jonava í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 81-106. Á sama tíma máttu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza þola naumt fjögurra stiga tap gegn Unicaja í spænsku deildinni, 70-74. Körfubolti 23. apríl 2023 16:49
Philadelphia sópaði Brooklyn í sumarfrí | Lakers og Heat með óvænta forystu Philadelphia 76ers tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið vann góðan átta stiga sigur gegn Brooklyn Nets, 96-88. Þá eru bæði Los Angeles Lakers og Miami Heat komin með óvænta forystu í sínum rimmum. Körfubolti 23. apríl 2023 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 77 – 70 Keflavík | Valur hafði betur í framlengdum leik Valskonur eru komnar í stöðuna 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 77-70 sigur liðsins í framlengdum leik í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 22. apríl 2023 21:11
Martin með tólf stig í sigri Valencia Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson skoraði 12 stig fyrir lið sitt Valencia á Spáni er það bar sigurorðið af Bilbao í ACB deildinni. Körfubolti 22. apríl 2023 20:36
Wembanyama skráir sig í nýliðavalið Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil. Körfubolti 22. apríl 2023 12:15
Jókerinn með þrefalda tvennu og Denver einum sigri frá undanúrslitum Átta liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta héldu áfram í nótt með þremur leikjum. Nikola Jokic skilaði þrefaldri tvennu fyrir Denver Nuggets er liðið vann níu stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves, 120-111, og Denver-liðið er nú aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Körfubolti 22. apríl 2023 09:31
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 75-83 | Þórsarar taka forystuna gegn meisturunum Þór frá Þorlákshöfn vann góðan átta stiga sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 75-83. Þórsarar eru því komnir með 1-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 21. apríl 2023 21:55
„Eftir jól höfum við verið besta varnarliðið í deildinni“ Þór Þorlákshöfn vann Val 75-83 í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með varnarleik Þórs sem að hans mati skilaði sigrinum. Körfubolti 21. apríl 2023 21:31
Sólirnar og Stríðsmennirnir með lífsmarki Phoenix Suns og Golden State Warriors unnu mikilvæga sigra í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá er Philadelphia 76ers komið í þægilega stöðu. Körfubolti 21. apríl 2023 08:00