Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda Innlent 21. maí 2020 14:45
Fari Ólympíuleikarnir ekki fram næsta sumar þá verður þeim aflýst Ólympíuleikarnir sem fram áttu að fara í sumar hefur verið frestað til sumarsins 2021. Verði þeir ekki haldnir þá verður þeim einfaldlega aflýst. Sport 21. maí 2020 14:45
Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. Erlent 21. maí 2020 14:14
Stefna á að klára tímabilið 20. ágúst Ítalska knattspyrnusambandið hefur gefið út að tímabilinu þar í landi muni ljúka þann 20. ágúst, aðeins tólf dögum áður en fyrsti leikur á næsta tímabili eigi að fara fram. Fótbolti 21. maí 2020 14:00
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 21. maí 2020 13:28
Ekkert smit síðasta sólarhringinn Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Innlent 21. maí 2020 13:24
Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokss Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin borga brúsann fyrir fátækari aðildarríkin. Erlent 21. maí 2020 12:47
Gylfi Þór vonast til að Everton endi tímabilið vel Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að enda tímabilið vel en frestun deildarinnar hafi komið illa niður á Everton þar sem Carlo Ancelotti var nýtekinn við félaginu. Fótbolti 21. maí 2020 11:45
Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. Fótbolti 21. maí 2020 11:00
Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. Erlent 21. maí 2020 09:33
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 21. maí 2020 08:30
Ríkiskaup leitast við að leiðrétta rangfærslur um útboð á kynningarherferð Ríkiskaup hafa sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að fjölmiðlaumfjöllun um nýafstaðið útboð kynningarherferðarinnar „Ísland – saman í sókn“ feli í sér rangfærslur sem tilefni sé til að leiðrétta. Viðskipti innlent 20. maí 2020 23:07
Banna át á villtum dýrum í Wuhan Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan, hvaðan kórónuveiran sem valdið getur Covid-19 er talin eiga uppruna sinn, hafa nú tekið ákvörðun um að banna neyslu á kjöti villtra dýra í borginni. Erlent 20. maí 2020 22:16
Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Erlent 20. maí 2020 21:43
Framdi skotárás eftir að hafa verið beðinn um að vera með grímu Lögreglan í Aurora í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið 27 ára mann sem grunaður er um skotárás. Erlent 20. maí 2020 21:08
Opnun landamæra getur tryggt tekjur vegna afbókunarskilmála Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála. Viðskipti innlent 20. maí 2020 20:30
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. Fótbolti 20. maí 2020 20:14
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Erlent 20. maí 2020 16:44
„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. Innlent 20. maí 2020 15:43
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. Enski boltinn 20. maí 2020 14:33
Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Skoðun 20. maí 2020 14:01
Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Innlent 20. maí 2020 13:15
Viðspyrnan hafin hjá Póstinum og áhersla á leiðtogaþjálfun Mannauðstjóri Póstsins ræðir þær stórtæku breytingar sem Pósturinn hefur farið í gegnum síðustu misseri og hafi nýst félaginu vel þegar samkomubann og aðrar aðgerðir í kjölfar kórónufaraldurs hafa staðið yfir. Atvinnulíf 20. maí 2020 13:00
Fyrsta nýja smitið í viku Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur. Innlent 20. maí 2020 12:57
Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. Innlent 20. maí 2020 12:32
Hökkum krísuna Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Skoðun 20. maí 2020 12:00
Telja dómara sem dæmdi á skjön við alla hina tengjast bresku auglýsingastofunni Ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum en Vísir hefur sent Ríkiskaupum og Íslandsstofu, sem fara fyrir markaðsátakinu, fyrirspurn vegna málsins. Viðskipti innlent 20. maí 2020 11:49
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Erlent 20. maí 2020 11:16
Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi „Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag. Viðskipti innlent 20. maí 2020 11:15
86% mannauðsfólks telur kórónufaraldur gera vinnustaði sterkari „Áhrifin sem kórónaveiran hefur á vinnustaði snúa ekki bara að fjarvinnu og því hvaðan við sinnum vinnunni okkar, heldur hefur hún einnig áhrif á hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs. Atvinnulíf 20. maí 2020 11:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent