Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. maí 2020 14:01 Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar