Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

66 greindust innan­lands

66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 27 prósent nýgreindra. 48 voru utan sóttkvíar, eða um 73 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Erlent
Fréttamynd

„Við tengjumst örugg­lega ekki já­kvæðum minningum hjá mjög mörgum“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í.

Innlent
Fréttamynd

Vinnustaðir fyrir og eftir Covid

Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir ó­boð­legt að halda tvenn jól í röð án jóla­tón­leika

Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“

Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga

Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka.

Innlent
Fréttamynd

103 greindust innan­lands í gær

103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Andlát vegna Covid-19

Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna.

Innlent
Fréttamynd

Gigtar­lyf í flýtimati sem með­ferð við Co­vid-19

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning.

Erlent