CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 10:31 Fjallað var um Ísland og kórónuveirufaraldurinn í þætti Anderson Coopers á CNN á dögunum. Getty/ Joe Raedle Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira