Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Fella niður 33 þúsund Covid-sektir í kjölfar dómsmála

Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hafa fellt niður yfir 33 þúsund sektir sem gefnar voru út vegna brota á sóttvarnareglum í kórónuveirufaraldrinum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að dómsmál voru höfðuð á hendur yfirvöldum, sem gengust við því að sektirnar hefðu verið óljósar.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu

Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim.

Erlent
Fréttamynd

Út­breiddustu mót­mæli í Kína í rúm­lega þrjá­tíu ár

Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum.

Erlent
Fréttamynd

Gera geggjuð fjöl­skyldu­jóla­kort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“

„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Jól
Fréttamynd

Minni mót­staða við um­gangs­pestum eftir heims­far­aldur

Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða

Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar.

Erlent
Fréttamynd

Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir

Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Staðfest kórónusmit aldrei fleiri í Kína

Kórónuveiran virðist vera að sækja verulega í sig veðrið í Kína þessi dægrin en í gær voru tæplega 32 þúsund tilfelli staðfest af veirunni í landinu öllu en það það mesta sem sést hefur þar frá því veiran fór fyrst að láta á sér kræla.

Erlent
Fréttamynd

Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024

Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 

Innlent
Fréttamynd

Fá pakka­ferðina til Madonna endur­greidda vegna Co­vid-19

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu.

Neytendur
Fréttamynd

Leikskólabörn að greinast með flensuna

Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra

Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum

Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Gefa áfallastjórnun stjórnvalda háa einkunn

Nefnd sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin mun kynna skýrsluna í málstofu í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Neitað um gistingu vegna Co­vid og fékk endur­greitt

Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. 

Innlent