Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi

Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Kannabisúrgangur fannst við Vífilsstaðarhlíð

Mikið magn sorps fannst við Vífilsstaðarhlíð nálægt Heiðmörk í gær en vegfarandi rambaði á úrganginn. Lögreglan telur sorpið vera úrgang undan kannabisræktun og staðfesti Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá höfuðborgarsvæðinu það.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi

Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum.

Innlent