Innlent

Rannsókn á máli Rúmenanna lokið

Telma Tómasson skrifar
Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á málum þriggja Rúmena, sem grunaðir eru um búðarhnupl, er lokið. Hefur málunum verið vísað til ákæruvaldsins, sem vinnur að framhaldi þeirra með Útlendingastofnun.

Fólkið, tveir karlar og ein kona, eru enn í farsóttahúsinu, tvennt í einangrun og einn í sóttkví. Aðrir landar þeirra sem voru í farsóttahúsinu og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum eru ekki lengur í sóttkví og bíða nú úrlausnar sinna mála.

Útlendingastofnun vísaði sjö þessara einstaklinga úr landi, en þeir kærðu allir úrskurðinn og óskuðu eftir að réttaráhrifum yrði frestað.

Var málum þeirra vísað til kærunefndar útlendingamála þar sem þau eru nú til meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×