Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 18:20 Húsið, sem stendur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, var gjörónýtt eftir brunann. Vísir/Vilhelm Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23