Karlmaður leiddur fyrir héraðsdóm vegna brunans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:33 Maðurinn fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. vísir/vilhelm Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37
ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51