Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar

„Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Rúm ung­barna eigi að vera ljót og leiðin­leg

Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur, segir ung börn hvorki eiga að sofa úti í vagni né uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Herdís segir barnavagna ekki hannaða fyrir börn til að sofa í. Það séu gerðar kröfur til neytendavöru sem er ætluð kornabörnum því þau geta ekki bjargað sér sjálf úr aðstæðum á fyrsta aldursári. Herdís fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks

Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur.

Innlent
Fréttamynd

Brauðtertu- og ostakökukeppni á Sel­fossi

Brauðtertan „Skonsuterta með hangikjöti“ og ostakan„Sumarsæla“, ásamt frumlegustu kökunni, „Rabarbara- og engifer ostakaka“ voru sigur kökurnar í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi um helgina. Þrettán ostakökur og átta brauðtertur tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Einar Bárðar­son tekur við um­deildu fé­lagi

Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli tæpur helmingur af orkuinntöku lands­manna

Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnufans í sumarselskap

Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land brot­legt í pitsaostamálinu

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag sent Íslandi formlegt áminningarbréf þar sem farið er fram á að stjórnvöld leiðrétti ranga tollflokkun á osti með viðbættri jurtaolíu, þar sem hún hamlar frjálsu flæði vara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölgun hjarta­sjúk­dóma og aukið á­lag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?

Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk spyrji um vegan­isma af for­vitni frekar en til að vera með leiðindi

Kristín Helga Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, segir úrval páskaeggja fyrir fólk sem er vegan alltaf vera að batna. Hátíðar, eins og jól og páskar, geti þó verið krefjandi fyrir grænkera. Fólk þurfi oft í matarboðum að sitja undir misskemmtilegum spurningum og jafnvel leiðindum af hálfu aðstandenda.

Lífið
Fréttamynd

Kransa­kaka Jóa Fel án kökuforms

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd.

Lífið
Fréttamynd

Býður í sósupartý í Smekk­leysu á sunnu­dag

Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­lætis lasagna fjöl­skyldunnar

Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.

Lífið