Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Framsóknarmenn vilja lambakjöt á aðfangadag

Um 47 prósent Íslendinga ætla að hafa hamborgarhrygg í kvöldmat á aðfangadag. Kalkúnn eða rjúpur koma þar næst, en um 8 prósent sögðust ætla að hafa slíkt í matinn. Naut verður á borðum 5 prósenta landsmanna og um 3 prósent verða með önd.

Innlent
Fréttamynd

Jólaleg skyrkaka sem skilur eftir bros á vör

Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf aukadiskur og extrastóll

Ewa Kromer er ein þeirra fjölmörgu Pólverja sem sest hafa að á Íslandi og halda í sínar jólahefðir frá heimalandinu. Þar sem Ewa er kaþólsk fer hún í Landakotskirkju í messu á aðfangadagskvöld en fyrst ber hún fram dýrindis máltíð sem samanstendur af rauðrófusúpu og margs konar fiskréttum.

Jól
Fréttamynd

Sykurlausar sörur hinna lötu

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem heldur úti kökublogginu Dísukökur, bakar alltaf sykurlaust. Hún rakst á uppskrift að sörum hinna uppteknu fyrir einhverjum árum og ákvað að útbúa sykurlausa útgáfu sem slegið hefur í gegn.

Jól
Fréttamynd

Umstangið á aðfangadag í lágmarki

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best.

Jól
Fréttamynd

Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla

Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn.

Jólin
Fréttamynd

Jólafrómas að færeyskum hætti

Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi.

Jólin
Fréttamynd

Fátt skemmtilegra en jólasokkur

Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag.

Jól
Fréttamynd

Glæsilegir smáréttir Guðrúnar

Guðrún S. Magnúsdóttir er jólabarn og leggur mikið upp úr góðum mat um jólin. Hún á stóra fjölskyldu sem kemur saman um hátíðirnar og nýtur þessara góðu uppskrifta. Hér eru nokkrir frábærir vinsælir jólaréttir.

Jól
Fréttamynd

Jólabrauðterta með hamborgarhrygg

Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari er snillingur í smurðu brauði og brauðtertum. Hún hannaði sérstaka jólabrauðtertu fyrir lesendur sem einfalt er að útbúa. Hægt er að nota afgang af hamborgarhrygg í tertuna.

Jólin
Fréttamynd

Hátíðarterta með eplum og karamellukremi

Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir er listakokkur og veit fátt skemmtilegra en að galdra fram dýrindismat og kökur. Hún bakar dásamlega góða marenstertu þegar mikið stendur til og er ávallt beðin um uppskriftina.

Jól
Fréttamynd

Skammdegið kallar á aukinn yl

Sigrún Norðdahl keramikhönnuður er tilraunaglaður matgæðingur. Hún nýtur aðventunnar við bakstur og kósíheit milli þess sem hún stendur vaktina bak við búðarborð í miðbænum. Nýjasta tilraunin í eldhúsinu er rjúkandi kaffi með jólasnúningi.

Jól
Fréttamynd

Blúndukökur Birgittu slá í gegn

Birgitta Haukdal, söngkona og barnabókahöfundur, segist hafa gaman af því að skreyta húsið fyrir jólin. Hún föndrar, gerir aðventukrans og kaupir oft jólaskraut á ferðalögum. Birgitta á uppáhaldssmákökur sem nefnast blúndur.

Jól
Fréttamynd

Breyta brauði í „geggjaðan“ bjór

Rakel Garðarsdóttir hefur undanfarið verið önnum kafin við að smakka nýjan bjór til. Það er bjór sem unninn er úr brauði sem annars færi til spillis og nefnist hann Toast. Bjórinn hefur nú verið fullkomnaður og hann er „geggjaður“ að sögn Rakelar.

Lífið
Fréttamynd

Vala Matt táraðist næstum því yfir sósu Evu Laufeyjar

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld fer Vala Matt og heimsækir sjónvarpskokkinn hana Evu Laufeyju og fékk að skoða ísskápinn hennar en Eva Laufey hefur alveg slegið í gegn ásamt Gumma Ben í sjónvarpsþáttunum Ísskápastríðið.

Matur
Fréttamynd

Amerískar pönnukökur í stöflum í heil 20 ár

Grái kötturinn hefur verið morgunverðarstaður að amerískri fyrirmynd í 20 ár. Í dag verður haldið upp á þann áfanga með pönnukökupartíi þar sem staflinn fæst á 20 ára gömlu verði. Einnig er útidyrahurðin 90 ára.

Lífið
Fréttamynd

Íslensk kjötsúpa í norskri vegasjoppu

Fljótlega geta brottfluttir Íslendingar í Noregi fengið sér skál af ilmandi kjötsúpu, hangikjöti, fiskréttum og uppstúf og fleiru í vegasjoppunni Spisekroken eða Matkróknum í smábænum Jessheim.

Lífið
Fréttamynd

Strangheiðarlegur heimilismatur

Heimilismaturinn hefur ekki tapað gildi sínu. Fjölmargir staðir á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á heiðarlegan heimilismat í hádeginu og þar taka menn hraustlega til matar síns.

Lífið