Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Ellen Calmon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun