Rifja upp sögu Eiðs Smára í tilefni leiks Chelsea og Barca │ Myndband Facebook-síðan Dream Team rifjar upp feril Eiðs Smára Guðjohnsen, en tilefnið er leikur Chelsea og Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. febrúar 2018 20:00
Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Fótbolti 20. febrúar 2018 15:45
Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Fótbolti 20. febrúar 2018 14:00
Conte sefur ekki fyrir áhyggjum af Messi Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, sefur ekki fyrir áhyggjum af því hvernig hann eigi að sigra Barcelona en fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Fótbolti 20. febrúar 2018 11:00
Conte: Veikleikar Barcelona eru án boltans Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að lærisveinar hans þurfi að nýta sér veikleika Barcelona á þriðjudaginn þegar liðin mætast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Conte segir að veikleikar Börsunga felist í því þegar þeir eru ekki með boltann. Fótbolti 18. febrúar 2018 12:00
Þjálfari PSG kennir dómaranum um tapið Unai Emery var ósáttur við nokkrar ákvarðanir dómarans í tapinu á Bernabéu í gærkvöldi. Fótbolti 15. febrúar 2018 11:00
Martraðarmet féllu á Drekavellinum Porto steinlá á heimavelli gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Enski boltinn 15. febrúar 2018 06:00
Klopp: Robertson týndi fyrirgjöfum sínum í Skotlandi en fann þær aftur í kvöld Jurgen Klopp var að vonum hæstánægður með frammistöðu sinna manna í Liverpool sem rúlluðu Porto upp í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 14. febrúar 2018 22:22
Real kláraði PSG á lokasprettinum │ Sjáðu mörkin Evrópumeistarar Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina tvö ár í röð og sýndu meistaratakta með því að næla sér í sigur gegn PSG í kvöld eftir að jafnt hafði verið með liðunum mest allan leikinn. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:45
Þrenna Mane gerði út um Porto │ Sjáðu mörkin Porto steinlá á heimavell í fyrri leik liðsins gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:30
Sögulegt mark Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:15
Roberto Firmino: Ætlum að láta leikmenn Porto þjást í kvöld Roberto Firmino hefur verið í miklu stuði með Liverpool í Meistaradeildinni. Fótbolti 14. febrúar 2018 16:00
Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Enski boltinn 14. febrúar 2018 11:30
Sjáðu sögulegt mark Kane í endurkomu Tottenham og rústið hjá City Harry Kane heldur áfram að setja met í markaskorun. Fótbolti 14. febrúar 2018 08:00
Kane jafnaði markamet Gerrard í Meistaradeildinni Harry Kane, framherij Tottenham, jafnaði í gærkvöldi met Steven Gerrard um mörk skoruð á einu keppnistímabili í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 14. febrúar 2018 07:00
Ástríðan skiptir meira máli en leikskipulagið Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ástríða og hjarta leikmanna muni skipta meira máli í leiknum mikilvæga gegn Porto í kvöld heldur en leikskipulag hans. Enski boltinn 14. febrúar 2018 06:00
Tottenham kom til baka í Tórínó og eru með pálmann í höndunum Tottenham gerði góða ferð til Ítalíu í kvöld þegar liðið mætti Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir erfiða byrjun fyrir gestina urðu lokatölur 2-2. Fótbolti 13. febrúar 2018 21:45
Flugeldasýning hjá City í Sviss Manchester City lenti í engum vandræðum með Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur í Sviss urðu 4-0 sigur enska liðsins. Fótbolti 13. febrúar 2018 21:30
Guardiola talar niður væntingarnar til Man. City Man. City er á ferðinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið spilar fyrri leik sinn gegn Basel. Leikurinn er í Sviss. Fótbolti 13. febrúar 2018 15:00
Meistaradeildin rúllar af stað 16 liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast með tveimur leikjum í kvöld en stórleikurinn sem beðið er eftir er á morgun. Fótbolti 13. febrúar 2018 06:45
Einn sá besti í heimi um muninn á því að dekka Ronaldo og Messi Menn þreytast ekki á því að bera saman þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo enda hafa þeir verið tveir bestu fótboltamenn heims í meira en áratug og einokað helstu verðlaun á þeim tíma. Fótbolti 7. febrúar 2018 22:15
Pique gæti misst af leiknum við Chelsea Gerard Pique mun líklegast missa af leik Barcelona og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann hlaut um helgina. Fótbolti 5. febrúar 2018 15:17
Loforðið sem gerir alla í Barcelona brjálaða Brasilíumaðurinn Neymar dreymir um að spila aftur á Spáni en þó ekki fyrir sitt gamla félag Barcelona. Fótbolti 26. janúar 2018 11:00
Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Samið að nýju við Knattspyrnusamband Evrópu um að bestu knattspyrnukeppnumót Evrópu verði áfram til sýningar á Stöð 2 Sport. Fótbolti 25. janúar 2018 11:26
67 prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja losna við Cristiano Ronaldo Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn besti fótboltamaður heims undanfarin tvö ár og hefur á þeim tíma hjálpa Real Madrid að vera fyrsta félagið til að vinna Meistaradeildinni tvö ár í röð. Fótbolti 19. janúar 2018 12:00
Aðeins tveir fótboltmenn í heiminum eru meira virði en Harry Kane Ný samantekt CIES yfir verðmæti knattspyrnmanna heimsins er nú komin út en sá besti í heimi undanfarin tvö ár er þar bara í 49. sæti sem eflaust flestum á óvart. Enski boltinn 8. janúar 2018 13:30
Slæmar fréttir fyrir Juventus en miklu betri fréttir fyrir Tottenham Argentínumaðurinn Paulo Dybala meiddist um helgina og óttast menn hjá Juventus að hann gæti verið frá í 40 til 45 daga. Enski boltinn 8. janúar 2018 12:00
Ætlaði ekki að reyna að drepa leikmenn Dortmund Réttarhöld standa nú yfir manni sem er ákærður fyrir að sprengja upp rútu Borussia Dortmund þegar hún var á leiðinni í leik í Meistaradeildinni á síðasta ári. Fótbolti 8. janúar 2018 11:30
Borguðu 75 milljónir evra fyrir Zidane en hann er búinn að borga það allt til baka Kaupverð Real Madrid á Zinedine Zidane var heimsmet á sínum tíma en þessi fyrrum dýrasti knattspyrnumaður heims hefur borgað spænska félaginu það allt til baka og gott betur. Fótbolti 4. janúar 2018 22:45