Mourinho ánægður með sína menn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum. Sport 28. apríl 2005 00:01
Shevchenko ætlar í úrslitin Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn. Sport 27. apríl 2005 00:01
Við getum komist komist í úrslit Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, telur lið sitt nú vera í bílstjórasætinu eftir 0-0 jafntefli gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Liðin munu mætast öðru sinni á Anfield á þriðjudaginn eftir viku, með sæti í úrslitaleiknum í húfi, og Benitez telur sína menn geta náð góðum úrslitum í þeim leik. Sport 27. apríl 2005 00:01
Chelsea og Liverpool skyldu jöfn Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bæði lið fengu færi á að skora mark í kvöld en nýttu ekki tækifærin sín. Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea og átti ágætan fyrri hálfleik, en sást ekki mikið í þeim seinni. Sport 27. apríl 2005 00:01
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Eiður mun spila í fremstu víglínu ásamt Didier Drogba en Damien Duff er ekki í hópnum vegna meiðsla. Sport 27. apríl 2005 00:01
Jafnt í leikhléi á Stamford Bridge Þegar gengið er til búningsherbergja í leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu er staðan jöfn, 0-0. Bæði lið hafa fengið færi til að skora, Frank Lampard fékk dauðafæri en skaut yfir og John Arne Riise skaut beint á Cech úr úrvaldsfæri hinum megin. Þá varði Cech frábærlega skalla frá Milan Baros. Sport 27. apríl 2005 00:01
Benitez segir miðjuna lykilinn Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn sína Steven Gerrard og Xabi Alonso vera lykilinn að því að sigra Chelsea í meistaradeildinni í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Egóið mitt stærra en nokkru sinni Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Eiður líklega í byrjunarliðinu Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho segir lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki leikinn í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Stam vill ekki vanmeta PSV Hollensi varnarmaðurinn Jaap Stam hjá AC Milan segist þekkja vel til fyrrum félaga sinna í PSV Eindhoven og varar liðsmenn Mílanóliðsins við vanmati á löndum sínum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Sport 26. apríl 2005 00:01
Liverpool mætir í Evrópugírnum Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Sport 26. apríl 2005 00:01
Ancelotti sefur ekki Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan sagðist í gær ekki búast við því að sofa vel í nótt, vegna leiksins við PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld og sagði að slíkt ætti eflaust eftir að henda kollega sinn hjá hollenska liðinu. Sport 26. apríl 2005 00:01
Kewell í hópnum hjá Liverpool Ástralski miðjuleikmaðurinn Harry Kewell hjá Liverpool hefur gefið kost á sér í leikmannahóp Liverpool, sem mætir Chelsea annað kvöld í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Sport 26. apríl 2005 00:01
PSV ætla að koma á óvart Gus Hiddink, þjálfari PSV Eindoven, segir sýna menn staðráðna í að koma á óvart í Meistaradeildinni í kvöld, þegar þeir sækja AC Milan heim. Sport 26. apríl 2005 00:01
Liverpool-menn bjartsýnir Rafael Benitez og forráðamenn Liverpool virðast nær öruggir um að liðið vinni Meistaradeildina í ár, ef marka má baráttu þeirra um þessar mundir fyrir því að liðið komist í keppnina að ári ef það vinnur hana í nú, þó svo að það hafni ekki í einu af fjóru efstu sætum ensku deildarinnar. Sport 26. apríl 2005 00:01
Ekki hræddir við Chelsea Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Sport 25. apríl 2005 00:01
Uefa tilkynnir leikstaði Uefa tilkynnti í dag að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu muni fara fram á The Stade de France í París á næsta ári og úrslitaleikur Uefa keppninnar í Eindhoven. Árið 2007 mun Aþena hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan úrslitaleikur Uefa keppninnar sama ár mun fara fram á Hampden Park í Glasgow. Sport 19. apríl 2005 00:01
Aldrei neitt gert á Ítalíu Roberto Mancini knattspyrnustjóri Inter Milan er hoppandi fúll út í UEFA vegna refsingar þeirrar sem félagið var úrskurðuð í gær föstudag vegna ólátanna á Meistaradeildarleiknum gegn AC Milan í vikunni. Inter var dæmt til að leika næstu 4 heimaleiki sína í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum. "<em>Við getum og ættum að gera eitthvað en aldrei er nokkurn tímann gert á Ítalíu</em>." Sport 16. apríl 2005 00:01
Inter sleppur vel Lið Inter Milan á Ítalíu sleppur með ótrúlega væga refsingu eftir ólætin í stuðningsmönnum liðsins í leiknum við grannaliðið AC Milan í Meistaradeildinni á dögunum. Sport 15. apríl 2005 00:01
Capello: Liverpool voru frábærir Framkvæmdastjóri Juventus, Ítalinn Fabio Capello, viðurkenndi í gær að lið hans hefði ekki haft nein svör við varnarleik Liverpool í leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi, en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 2-1 og komst því áfram í undanúrslitin. Sport 14. apríl 2005 00:01
Chelsea reynslunni ríkari Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við enska blaðið <em>The Sun</em> í morgun að Chelsea hafi lært sína lexíu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir ári síðan þegar Mónakó sló Chelsea út. Hann segist ekki vilja upplifa þau vonbrigði aftur. Sport 14. apríl 2005 00:01
Cisse er á bekknum hjá Liverpool Djibril Cisse er kominn í leikmannahóp Liverpool í fyrsta sinn síðan í haust þegar hann fótbrotnaði en hann er á varamannabekk liðsins sem mætir Juventus í síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar nú kl. 18.45. Einnig vekur athygli að markvörðuinn Jerzy Dudek er í byrjunarliðinu. Nú skömmu fyrir leikinn voru 50 stuðningsmenn Juventus handteknir fyrir utan Delle Alpi. Sport 13. apríl 2005 00:01
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Aðeins eitt mark hefur verið skorað þegar hálfleikur stendur yfir í leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sylvain Wiltord skoraði á 10. mínútu mark Lyon sem er 1-0 yfir gegn PSV Eindhoven. Fyrri leik liðanna lauk 1-1. Staðan hjá Juventus og Liverpool er 0-0 í hálfleik. Sport 13. apríl 2005 00:01
Lyon yfir gegn PSV Franska liðið Lyon er komið yfir á útivelli 0-1, gegn PSV Eindhoven í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Hollandi. Fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Sylvain Wiltord skoraði markið á 10. mínútu. Ennþá er 0-0 hjá Juventus og Liverpool. Sport 13. apríl 2005 00:01
Lampard ánægður Frank Lampard, leikmaður Chelsea, var ánægður með sína menn eftir leikinn við Bayern Munchen í gær. Þrátt fyrir að tapa leiknum 3-2 í Munchen, er Chelsea komið áfram í undanúrslitin í Meistaradeildinni eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna á Englandi 4-2. Sport 13. apríl 2005 00:01
Heitt í kolunum í Tórínó Stuðningsmenn Juventus og Liverpool tóku forskot á sæluna fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni með því að fljúgast á í knæpu í gærkvöldi. Sport 13. apríl 2005 00:01
PSV í undanúrslitin PSV Eindhoven sló Lyon út í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, 4-2 og er komið í undanúrslitin þar sem hollenska liðið mætir AC Milan eftir 2 vikur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en fyrri leik liðanna í Frakklandi í síðustu viku lauk með sömu úrslitum. Ekkert var skorað í framlengingunni. Sport 13. apríl 2005 00:01
Inter í vondum málum Knattspyrnulið Inter Milan á yfir höfði sér harða refsingu eftir að stuðningsmenn liðsins urðu til þess að dómari þurfti að flauta leik þeirra við grannaliðið AC Milan af í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Sport 13. apríl 2005 00:01
Tekið á ofbeldi á vellinum Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti til þess í dag að tekið yrði á ofbeldi á knattspyrnuleikjum eftir að flauta varð leik Inter Milan og AC Milan af í gærkvöldi vegna mikilla óláta og blysa og flugelda sem fleygt var inn á völlinn, meðal annars í markvörð AC Milan. Sport 13. apríl 2005 00:01
PSV hefur jafnað gegn Lyon Alex da Dias Costa hefur jafnað metin fyrir PSV Eindhoven gegn Lyon í Meistaradeildinni og er staðan í leik liðanna orðin 1-1. Markið kom á 66. mínútu en Sylvain Wiltord hafði komið Lypon yfir á 10. mínútu. Verði þetta úrslit leiksins þarf að framlengja hann þar sem fyrri leik liðanna lauk einnig 1-1. Sport 13. apríl 2005 00:01