Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Baulað á Ísrael sem flaug á­fram í úr­slitin

Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn

Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. 

Lífið
Fréttamynd

Backstreet-strákur kominn aftur til Ís­lands

AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. 

Lífið
Fréttamynd

Love Lies Bleeding: Ekið af hrað­braut og út í skurð

Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hera Björk fékk sprengju­brot að gjöf

Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Gleði og gæsa­húð á for­sýningu Sveitarómantíkur

Sérstök forsýning á sjónvarpsþáttunum Sveitarómantík fór fram á Kex hostel síðastliðinn mánudag. Þættirnir eru í umjón Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu sem fékk að skyggnast inn í líf sex para sem eiga það öll sameiginlegt að búa í sveit. Ása bauð gestum upp heimabakaðar kleinur og pönnukökur í anda þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Ian Gelder úr Game of Thrones látinn

Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.

Lífið
Fréttamynd

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum

Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri svart­sýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.

Lífið
Fréttamynd

Bernard Hill er látinn

Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic.

Lífið
Fréttamynd

Gaman að geta grætt fólk á góðan hátt

Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, steig á stokk í gær í fyrsta sinn frá því að hann greindist með hvítblæði í febrúar á þessu ári. Stuðlabandið spilaði á Samfés og Magnús söng með þeim tvö lög. Hann segir stundina hafa verið einstaka sér í lagi vegna þess að hann á tvær dætur sem voru á ballinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta styrkti mig rosa­lega en þetta braut mig líka“

„Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira.

Tónlist