„ Það er ekkert hægt að byggja þetta upp, þetta er bara núna og kannski næsta tímabil“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar og enn á ný voru skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks til umræðu. Körfubolti 21. mars 2023 07:00
Lögmál leiksins: Michael Jordan í sögubækurnar sem einn versti eigandi NBA Michael Jordan er að flestum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta en sem eigandi hefur hann ekki verið að gera merkilega hluti. Körfubolti 20. mars 2023 16:30
Jókerinn og Gríska undrið halda áfram að einoka fyrirsagnirnar Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum. Körfubolti 20. mars 2023 15:31
Sjóðandi heitur Embiid dró vagninn í áttunda sigurleik 76ers í röð Philedelphia 76ers vann sinn áttunda leik í röð er liðið heimsótti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 141-121 í leik þar sem Joel Embiid var aðalmaðurinn. Körfubolti 19. mars 2023 11:16
Nautin höfðu betur gegn Úlfunum í tvíframlengdum leik DeMar DeRozan og Zach LaVine drógu vagninn fyrir Nautin frá Chicago er liðið vann átta stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í tvíframlengdum leik í nótt, 139-131. Körfubolti 18. mars 2023 10:31
Jordan íhugar að selja Charlotte Körfuboltagoðið Michael Jordan gæti selt meirihluta sinn í NBA-liðinu Charlotte Hornets. Körfubolti 17. mars 2023 07:30
Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Körfubolti 16. mars 2023 16:00
Fimmtíu stig frá Curry dugðu ekki og Lakers tapaði fyrir einu lélegasta liði deildarinnar Að venju fóru fram þónokkrir leikir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry skoraði 50 stig í tapi Golden State Warriors gegn Los Angeles Clippers. Þá tapaði Los Angeles Lakers fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Houston Rockets. Körfubolti 16. mars 2023 13:01
Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. Körfubolti 15. mars 2023 16:01
„Brúðkaupsgjöfin“ mikill skellur fyrir íþróttastjörnuparið NFL-starnan Darren Waller og WNBA-stjarnan Kelsey Plum giftu sig á dögunum en það er ekki hægt að segja að þau hafi fengið flotta brúðkaupsgjöf frá forráðamönnum liðsins hans. Sport 15. mars 2023 10:00
Morant í meðferð og óvíst hvenær hann snýr aftur Ja Morant, helsta stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skráð sig í meðferð í Flórída og er alls óvíst hvenær hann mun snúa aftur til leiks. Körfubolti 14. mars 2023 17:46
Deilur Draymonds og Dillons teknar fyrir í Lögmáli leiksins í kvöld Lögmál leiksins verður á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og vanalega á mánudögum. Þar verður farið yfir vikuna í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. mars 2023 16:30
Curry skoraði tuttugu stig á sjö mínútum í sigri Golden State Stephen Curry var frábær hjá Golden State þegar liðið lagði Milwauke Bucks í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Þá leiddi Kawhi Leonard LA Clippers til þriðja sigursins í röð. Körfubolti 12. mars 2023 12:00
Lakers á siglingu og Embiid frábær í naumum sigri Mikil spenna ríkir í NBA deildinni nú þegar úrslitakeppnin er skammt undan og leikir næturinnar voru flestir æsispennandi allt til loka. Körfubolti 11. mars 2023 11:01
Óttast að Durant verði fjarri góðu gamni fram að úrslitakeppni Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, meiddist í upphitun fyrir það sem hefði verið hans fyrsti heimaleikur fyrir félagið. Óttast er að hann verði frá þangað til úrslitakeppnin fari af stað. Körfubolti 10. mars 2023 20:30
Shawn Kemp sleppt úr fangelsi Shawn Kemp, sem var ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar á sínum tíma, hefur verið sleppt úr fangelsi og allar ákærur á hendur honum felldar niður. Körfubolti 10. mars 2023 16:01
Garnett: Fólk áttar sig ekki á því en Kobe var að skjóta á Jordan Gamla NBA súperstjarnan Kevin Garnett hefur sína skoðun á því af hverju Kobe Bryant ákvað að spila í treyju númer 24 í NBA-deildinni. Körfubolti 10. mars 2023 12:31
Draymond fór í fýlu inn á vellinum í miðjum NBA-leik Draymond Green á að vera einn reyndasti leikmaður Golden State Warriors en gerðist sekur um að hafa sér eins og smákrakki í tapleik liðsins á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. mars 2023 17:00
NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9. mars 2023 11:00
Durant rann í upphitun og missti af fyrsta heimaleiknum sínum Ekkert varð af því að Kevin Durant spilaði fyrsta heimaleikinn sinn með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2023 07:45
Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Körfubolti 8. mars 2023 23:30
Á leið í 50 leikja bann verði hann fundinn sekur Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, gæti verið á leiðinni í 50 leikja bann fyrir að vera í „gangsteraleik.“ Körfubolti 7. mars 2023 20:45
Giannis sagðist hafa stolið þrennu og NBA tók hana af honum Giannis Antetokounmpo fær ekki þrennuna sem hann hélt hann hefði tryggt sér í leik Milwaukee Bucks og Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á sunnudagskvöldið. Körfubolti 7. mars 2023 14:30
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. Körfubolti 7. mars 2023 11:31
„Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2023 07:00
Lögmál leiksins: „Hann er í gangsteraleik“ Mál Jas Morant, stjörnu Memphis Grizzlies, verður meðal annars til umfjöllunar í Lögmáli leiksins í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20:00. Körfubolti 6. mars 2023 16:30
Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. Körfubolti 6. mars 2023 14:30
Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. Körfubolti 5. mars 2023 11:15
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Körfubolti 4. mars 2023 23:14
Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. Körfubolti 4. mars 2023 10:31