NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Dýrmætir sigrar hjá Jazz og Lakers

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. LA Lakers minnkaði muninn í einvígi sínu við Phoenix í 2-1 með góðum heimasigri og sömu sögu var að segja af Utah gegn Houston. Lið Detroit Pistons er hinsvegar komið í afar vænlega stöðu gegn Orlando Magic og hefur yfir 3-0 eftir góðan útisigur í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Monta Ellis tók mestum framförum

Bakvörðurinn Monta Ellis hjá Golden State Warriors í NBA deildinni var í kvöld valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum í deildinni ár af nefnd fjölmiðlamanna. Ellis bætti stigaskor sitt um tæp 10 stig frá nýliðaári sínu í fyrra. Kevin Martin hjá Sacramento Kings varð annar í kjörinu en aðeins munaði þremur stigum á þeim í fyrsta og öðru sæti, sem er minnsti munur í sögu kjörsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír leikir í úrslitakeppni NBA í kvöld

Utah Jazz, LA Lakers og Orlando Magic standa öll frammi fyrir erfiðu verkefni í kvöld þegar þau mæta andstæðingum sínum í þriðja sinn í úrslitakeppninni í NBA. Leikur Utah og Houston verður sýndur beint á NBA TV klukkan eitt í nótt, en öll þrjú liðin eru undir 2-0 í einvígjum sínum eftir tap á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Heitt í kolunum í Dallas

Dallas jafnaði í nótt metin í 1-1 í einvígi sínu við Golden State í úrslitakeppninni í NBA með 112-99 sigri í öðrum leik liðanna. Gestirnir spiluðu vel í fyrri hálfleik, en misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik þegar bæði Baron Davis og Stephen Jackson var hent í bað fyrir kjaftbrúk.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - Golden State í beinni í nótt

Annar leikur Dallas Mavericks og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 1:30 í nótt. Golden State vann mjög óvæntan útisigur í fyrsta leiknum en annar leikurinn fer einnig fram í Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Larry Brown að taka við Grizzlies?

Forráðamenn Philadelphia 76ers í NBA deildinni hafa gefið Larry Brown leyfi til að ræða við eigendur Memphis Grizzlies um að hann taki hugsanlega við þjálfun liðsins í sumar. Brown hefur verið í stjórnunarstöðu hjá Philadelphia síðan hann var rekinn frá New York Knicks fyrir síðasta keppnistímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Carlisle hættur hjá Indiana Pacers

Rick Carlisle sem þjálfað hefur lið Indiana Pacers í NBA frá árinu 2003 er hættur hjá liðinu. Þetta tilkynnti Larry Bird forseti félagsins í dag. Carlisle náði frábærum árangri með Indiana á fyrsta ári sínu með liðið, en þar á bæ hefur allt verið á lóðréttri niðurleið eftir áflogin í Detroit 2004. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í ár og náði lakasta árangri sínum í nær tvo áratugi.

Körfubolti
Fréttamynd

Framkvæmdastjórar tippa á Dirk Nowitzki

Nú styttist óðum í að fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum velji verðmætasta leikmann ársins í deildarkeppninni í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks þykir afar líklegur til að hreppa hnossið að þessu sinni en hann hlaut nokkuð afgerandi kosningu í könnun sem gerð var í gær þar sem framkvæmdastjórar allra liða í deildinni voru spurðir um sitt álit.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjartsýni í herbúðum Miami

NBA meistarar Miami örvænta ekki þó liðið sé komið 2-0 undir í einvíginu við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir stórt tap í gærkvöldi. Leikmenn liðsins eru flestir með gríðarlega reynslu og vilja meina að mikið sé eftir af einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix burstaði LA Lakers

Phoenix náði í nótt 2-0 forystu í einvígi sínu við Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í NBA með auðveldum 126-98 sigri á heimavelli sínum. Sigur Phoenix var aldrei í hættu og líkt og í fyrsta leiknum var það varamaður ársins Leandro Barbosa sem stal senunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistarar Miami í vandræðum

Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Toronto í úrslitakeppni síðan 2002

Toronto Raptors vann í nótt fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni NBA síðan árið 2002 þegar liðið skellti New Jersey á heimavelli 89-83 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Anthony Parker skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 13 fráköst. Þjálfarinn Sam Mitchell var í gær útnefndur þjálfari ársins í deildinni og fékk verðlaunagripinn afhentan fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Tiltekt hjá Seattle Supersonics

Eigendur Seattle Supersonics voru ekki sáttir við slakan árangur liðsins í deildarkeppninni í NBA í vetur og í gærkvöldi ráku þeir framkvæmdastjóra og þjálfara liðsins. Seattle lauk keppni með 31 sigur og 51 tap í deildarkeppninni og er það versti árangur liðsins 20 ár og þriðji lélegasti árangurinn í 40 ára sögu félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Maðurinn flaugst á við Shaquille O´Neal og lifði það af

Chicago Bulls og Miami Heat mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í kvöld. Scott Skiles þjálfari Chicago spilaði með Shaquille O´Neal hjá Miami þegar hann var nýliði með liði Orlando Magic árið 1992 og vann sér það þá til frægðar að slást við tröllið og lifa það af.

Körfubolti
Fréttamynd

Sam Mitchell þjálfari ársins í NBA

Sam Mitchell hjá Toronto Raptors var í dag kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Mitchell þótti framan af vetri einn líklegasti þjálfarinn til að verða rekinn úr starfi eftir erfiða byrjun liðsins, en síðari hluti leiktíðar var frábær hjá liðinu sem tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hinrich sektaður um 25 þúsund dollara

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls var í gærkvöld sektaður um 25,000 dollara eða 1,6 milljónir króna, fyrir að kasta munnstykki sínu upp í áhorfendastæði í fyrsta leik Chicago og Miami í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld. Hinrich átti afleitan leik og var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu. Liðin mætast öðru sinni í kvöld, en Chicago vann fyrsta leikinn á heimavelli sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Barbosa besti varamaðurinn í NBA

Brasilíumaðurinn sprettharði Leandro Barbosa hjá Phoenix var í gær kjörinn varamaður ársins í NBA deildinni. Barbosa tók stórstígum framförum á tímabilinu og var lykilmaður í sigursælu liði Phoenix. Hann undirstrikaði mikilvægi sitt í fyrsta leik Phoenix og LA Lakers í fyrrakvöld þegar hann var stigahæsti maður liðsins í góðum sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit og Houston í góðum málum

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Detroit kom sér í 2-0 gegn Orlando með nokkuð auðveldum 98-90 sigri á heimavelli og Houston komst sömuleiðis í 2-0 gegn Utah með 98-90 sigri í leik tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas og San Antonio töpuðu óvænt

Deildarmeistarar Dallas og firnasterkt lið San Antonio töpuðu óvænt fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á heimavelli í nótt. San Antonio þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Denver, 95-89, þar sem Allen Iverson og Carmelo Anthony fóru á kostum, og Dallas steinlá fyrir Golden State, 97-85.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland og Phoenix komin með forystu

Tveimur leikjum er þegar lokið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Cleveland lagði Washington auðveldlega á heimavelli, 97-82, en Phoenix þurfti að hafa mikið fyrir 95-87 sigri á LA Lakers, þar sem gestirnir höfðu forystu allt fram í fjórða og síðasta leikhluta. Cleveland og Phoenix hafa því náð 1-0 forystu í einvígunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix og LA Lakers í beinni á Sýn Extra

Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna mikið frá úrslitakeppni NBA-deildarinnar næstu vikur og má segja að fjörið hefjist formlega í kvöld þegar Phoenix og LA Lakers eigast við í sínum fyrsta leik. Leikurinn hefst kl. 19 og verður verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra, en auk þess verður útsending frá leiknum sýnd á Sýn strax að loknum leik Barcelona og Villareal í spænsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Titilvörn Miami hófst með tapi

New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

21,8 milljónir manns sáu leikina

Nýtt aðsóknarmet var sett í NBA-deildinni á nýafstöðnu keppnistímabili í NBA-deildinni en alls komu 21,8 milljónir manna á leiki vetrarins, eða 17,757 manns að meðaltali. Þetta er þriðja árið í röð sem nýtt aðsóknarmet er sett í deildinni, en í fyrra mættu 17,558 manns að meðaltali á hvern leik í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Riley verður áfram hjá Miami

Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, segir allar líkur á því að hann stjórni Miami-liðinu allt þar til samningur hans við félagið rennur út árið 2010. Riley hefur átt við heilsuvandamál að stríða síðustu misseri og vildu margir meina að núverandi tímabil kynni að vera hans síðasta með Miami. Riley segist hins vegar vera í fullu fjöri.

Körfubolti
Fréttamynd

Sacramento sparkar þjálfaranum

Þjálfarinn Eric Musselman hefur verið rekinn frá Sacramento Kings í NBA-deildinni eftir að hafa stjórnað liðinu í aðeins eina leiktíð. Forráðamenn félagsins tilkynntu um uppsögn Musselman eftir að deildarkeppninni í NBA lauk í gær, en Sacramento vann aðeins 33 af 82 leikjum tímabilsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild

Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní.

Körfubolti
Fréttamynd

Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild

Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Mikil spenna í Vesturdeildinni

Nú er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni í NBA og fer hún fram í kvöld. Gríðarleg spenna er í keppninni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, þar sem Golden State stendur vel að vígi eftir sigur á Dallas í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jerry West hættir hjá Memphis

Körfuboltagoðsögnin Jerry West tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies í NBA deildinni í sumar. West er einn besti leikmaður í sögu NBA og gerði það gott hjá LA Lakers bæði sem leikmaður og síðar framkvæmdastjóri þar sem hann vann samtals 8 meistaratitla. Hann er 69 ára gamall og sagðist í yfirlýsingu vera orðinn of gamall til að snúast í hringiðu deildarinnar.

Körfubolti